Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 110
88
ísland gagnvart öðrum ríkjum
þetta brestur aðrar sagnir. Eptir 1200, þegar Guð-
mundur Arason var orðinn biskup, urðu stórdeilur
með honum og ílestum höfðingjum landsins, því að
biskup skeytti ekki landslögum, kunni ekkert til fjár-
forráða og flakkaði lengstum um land, þann tíma,
sem hann dvaldist liér á landi biskupsára sinna, með
flökkulýð og óspektarmenn í eptirdragi. Gerðu menn
nokkuð harðleikið við hann, sem von var. Árið 1208
sættist liann við mótstöðumenn sína með því móti,
að málin væri lögð i dóm erkibiskups.* 1) Ætlar Jón
Sigurðsson, að þetta sé fyrsta skipli, er íslenzkir
höfðingjar sættast á það, að leggja mál sín undir
dóm útlendra höfðingja.2) Árið 1211 stefnir erkibisk-
up utan 6 nafngreindum höfðingjum úl af málum
þeirra við Guðmund biskup Arason3), en fæstir þeirra
gegndu þó utanstefningum þessum, að því er séð
verður. Árið 1215 lögðu Oddaverjar og Haukdælir
lag á varning norrænna kaupmanna.4) Var það lög-
legt eptir gömlum vana,5) en ekki er ólíklegt, að
þetta hafi verið ein orsökin til fjandskapar þess, er
varð síðar með Norðmönnum og Oddaverjum. Páll
sonur Sæmundar Jónssonar í Odda druluiaði vetur-
inn 1216—1217 við Noreg; höfðu Norðmenn gert
gems að honum og kendi Sæmundur þeim um, að
þeir væri valdir dauða hans. Sumarið 1217 fórliann
með 5 hundruð (5 X 120) manna að norrænum
kaupmönnum og tók upp fyrir þeim vöru til 8 hundr-
aða hundraða (— 360 kýrverð, eða nál. 36 þús. krón-
uri núgildandi peningum). Gjörðust af þessu miklar
óspektir. I’á vógu Norðmenn Orm Jónsson á Breiða-
1) Sturl. I. 215. 2) DI. I, bls. 356. 3) Bps. I, 573, Sturl.
I, 223, DI, I, Nr. 96. 4) ísl. annálar við 1215. 5) Sbr. og Grg.
I b, 72—73.