Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 18
XII Frá Hallgrími biskupi Sveinssyni.
og samvinnugóður. í hverju máli og öllum tillögum
reyndist hann jafnan sami frjálslyndi, gætni framfara-
og umbóta-maðurinn.
Kirkjumálin lét hann þar að sjálfsögðu sérstak-
lega til sín taka, og lagði sig allan fram um nauð-
synjar kirkjunnar og hagsbætur lienni til handa.
En örðug var aðstaðan, því að fyrir löngu var kirkjan
orðin öllu fremur olnbogabarn en eftirlætisbarn al-
þingis. Gegnir því furðu, hve oft reiddi vel af mála-
leitunum hans um fjárveitingar í brýnustu þarfir
kirkju og kristindóms. Er þar á meðal lang-merkust
íjárveitingin til biblíuþýðingarinnar. Önnur merkasta
tillagan, er Hallgr. biskup fékk framgengt á þingi,
var skipun milliþinganefndar í kirkjumálum. Gerðist
það á þinginu 1903. Átti hann frumkvæði að báðum
þessum merkismálum, sem bæði verða stórmál í
kirkjusögu íslands, — stórmál i afleiðingum þeirra
fyrir land og þjóð. Framtíðar-þýðing mun það og
hafa, hve ant Hallgrímur lét sér um, að snið og gerð
á kirkjum breyttist til batnaðar, og studdi að því
með ráðum og dáð. Koni hann því til vegar, að
húsameistari Rögnvaldur Olafsson segði ókeypis fyrir
um bygging kirkna og stíl, og gekk eftir, að forsögn
bans væri notuð.
Einkar ant lét hann sér og ætíð um hagsbætur
þeim til handa i prestastéttinni, er við þrengstan
bjuggu kostinn, og varð honum furðu vel til um
fjárveitingar úr landssjóði í því skyni. — Þessi áhugi
hans, að því er til prestsekknanna kom, lýsti sér
meðal annars í hinni miklu stöðugu alúð, er hann
lagði við að efla prestsekknasjóðinn. Árið 1888
greiddi að eins einn prestur á öllu landinu árstillag
til hans, en svo vakti Hallgr. prestana, að árstillög
þeirra urðu á biskupstíð hans um 200 kr. á ári að
meðaltali. Lögðust á því timabili við sjóðinn fullar
9200 kr., en ti) styrktar gengu 13000 kr.
Skrifstofustörf létu Hallgrími afbragðsvel; af-
greiðsla hans á málum jafnan bæði greið og góð;
reglusemi framúrskarandi, og snildar-áferð á öllu frá
hans hendi.
Ég hef ekki minzt á það, að Hallgrímur á