Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 177
fram að siðaskiptum.
155
eiður jafnframt við íslendinga, og þessir góðu menn
eru þá auðvilað íslendingar, svo að ákvæðið snertir því
alls eigi rétt ráðsins norska til íhlutunar um íslenzk
mál. í Mh. 7, 29 sbr. og 37, er sagt frá atburðum,
er orðið hafi í Noregi, og eiga orðin vvitrustii mannau,
vgóðra mannaa og »skynsömum mönnumo: þar auð-
vitað við norska menn eingöngu, án þess þó, að þeir
menn þurfi endilega að vera að eins hirðmenn kon-
ungs eða ráð. í Járns., Mh. 7 (tekinn úr F. L. V—45),
segir, að umboðsmaður konungs skuli dæma eitt mál
með y>góðra manna ráði«. í norsku lögunum (F. L.)
tákna orðin »góðir menn« auðvitað norska menn, en
í Js. sjálfsagt íslenzka. í Mh. 4 er konungi leyft að
gefa upp sakir, eftir bæn og orðsendingu vgóðra
mannaa, og er ljóst, að í F. L. IV—1, sem Js., Mh.
4, er tekinn úr, tákna orðin norska menn, en í ís-
lenzku lögunum íslenzka menn, enda þótt hugsandi
sé, að norskir menn kynni stundum að biðja kon-
ung uppgjafar á sökum Islendinga. Víða annars
staðar1) hýður lögbókin y>góðum mönnuma, »skgn-
sömum mönnuma o. s. frv., að dæma eða meta mál,
og er það engum vafa bundið, að þar er einungis
átt við íslenzka menn, enda þótt á hinn bóginn sé
jafn víst, að i norsku heimildunum til þessara ákvæða
Járnsíðu sé átt við norska menn. Sýnir þetta, liversu
hæpin sú staðhæfing Berlins2) er, þar sem hann virðist
fullyrða, að þessi orð í íslenzku lögbókunum verði að
þýða hið sama, sem í norsku heimildunum til þeirra.
Þetta atriði verður tækifæri til að athuga nánar síðar.
Járnsíða heimilar, samkvœmt framansögðu, ráðinu
1) Járns. Mh. 15, 20, 22, 25, 29, 35, 36, Lbb. 1, 6, 9, 18,
20, 23, Kb. 11, 19 og Þjfb. 9. 2) Isl. statsretl. Stilling I, 91.