Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 174
152
ísland gagnvart öðrum ríkjum
Þá er næst að athuga önnur heimildarrit um
stöðu landsins og lög frá sama tíma. Verður þá fyrst
fyrir Járnsiða. Það má telja áreiðanlegt, að sú lög-
bók haíi hingað fyrst komið árið 1271, og ber öll-
um heimildarritum vorum saman um það1) nema
einu2), er segir, að með ráði og tillögu Sturlu lög-
manns Þórðarsonar liafi Hákon konungur skrifað
Járnsíðu, og enn fremur, að hún hafi staðið 15 ár,
og ætti hún -eftir því, að liafa verið lögtekin hér 1266,
því að Jónsbók, sem kom í stað Járnsíðu, var send
liingað 1280, en löglekin að mestu 1281 á alþingi.
Járnsíða var ekki einu sinni lögtekin öll í einu,
heldur í þrennu lagi. Fyrsta árið (1271) var lög-
tekinn Þingfararbálkur og 2 kap. i Erfðabálki, næsta
ár (1272) alt annað i bókinni, nema það, sem eftir
var ósamþykt af erfðabálki, og Ioks erfðabálkur 1273,
um haustið at Marteinsmessu3). Nú er Marteins-
messa 11. nóv., en það er löngu eflir alþingi, sem
samkv. Járns., Þingfararb. 1, er þá gilli, átti að hefj-
ast á Péturs messu og Páls (eða 29. júní), og hlaut
því að vera lokið fyrir mörgum mánuðum. Þessi
lögtaka norræns erfðabálks hefir því ekki getað farið
fram á löglegan hátt, og hefir því Járnsíða öll aldrei
verið lögtekin á íslandi. Undir »norrænan erfðabálk«,
svo sem annálarnir kalla það, heyra fyrst og fremst
reglurnar um erfðir eigna alment, enda bendir frásögnin
um það, að játað hafi verið af erfðabálki 1271 tveim
kapítulum, um festarkonubörn og arfleiðing,4) til þess,
að hér er fyrst og fremst átt við erfða-ákvæði »prívat-
1) fsl. annálar ár 1271, sbr. Sturl. II, 273, og annála 1272,
Bps. I, 688—689. 2) Guðmundar bps. sögu Arngríms ábóta,
sem rituð er nál. 1350, Bps. II, 162. 3) Annálar við árin 1271,
1272, 1273. Bps. I, 688—689, 690, 695. 4) Bps. I, 688-689.