Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 48
26
ísland gagnvart öðrum rikjutn
Grœnland »/anst og bygðist af Íslandia}) Eiríkur
hinn rauði Þorvaldsson »maður breiðfirðskur«1 2) fór
út héðan þangað og nam þar land, og síðan margir
menn af landi héðan. Og svo voru menn örir til
landnáma þessara, að 985 er talið, að 25 skipa færi
þá frá íslandi til Grænlands til landnáma úr Breiða-
íirði og Borgarfirði. Sum þeirra fórust að vísu eða
hrakti aptur. Síðan urðu leingi miklar ferðir, viðskipti
og venzli milli þessara landa. ÖIIu í íslenzku nýlend-
unni á Grænlandi virðist liafa verið hagað og skipað
sem líkast því, er var á íslandi, og það hefir haldizt
svo leingi sem bygð hvítra manna liélzt þar við.3 4)
það er að vísu á 11. öld talað um ngrœnlenzk lög<.dj
í málum, sem fram fara á Grænlandi. En hvorki vita
menn til, að nokkurn tíma hafi verið til rituð nein
sérstök lög fyrir Grænland, og heldur ekki finnast nein
rök til þess, að þar með sé átt við norræn lög. Hins
vegar kemur það skýlaust fram á þjóðveldistimanum
hér á landi, að íslenzk lög hafa geingið á Grænlandi,
og að Grænlendingar hafa verið í lögum með íslending-
um meðsvipuðustjórnarfyrirkomulagi og þeir.5) Yms
sérstök lagaákvæði fyrir sig gátu Grænlendingar eigi
að síður haft. Vitrir menn telja og, að Grænlandi haíi
1) íslendingab. Ara fróða kap. 6.
2) Eiríkur var að vísu fæddur í Noregi, en kom ungur út
hingað með föður sínum, en Ari telur hann fullan íslending svo
sem alla syni iandnámsmanna í heild sinni.
3) Sbr. Grönl. hist. Mindesm. II. 442—443 og max-gvíða.
4) Flat. III, 4482, 450; GrhM. III, 692, 694, 702.
5) Sbr. GrhM. I, 494—496, 518—20; II, 442—443; III,
429—430, 432, 434, 457. Otvírætt kemur þetta fram í Ax-fa-
þætti Grágásar kap. 118: „Ef maðr á konor .íi. hér á lande
eha i órom logomv.. En í órom logom er = í nýlendunni á
Grœnlandi. Grágás, Finsensútg., Konungsbók I, 226; Staðarhóls-
bók bis. 70. Sbr. skýring Vilhjálms Finsens á þessum orðum í
registri við Grágás III, 577, og dönsku þýðinguna III, bls. 224.
A bls. 47 neðanmáls (2) í riti sínu „Enn um upphaf konungs-