Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 188
166
Island gagnvart öðrum ríkjum
segja* 1). Eflir þann tíma og til 1537 verður ráðsins
við og við vart í stjórn íslands. Að því er dómsmál
snertir íinnast þess nokkur dæmi, að einstöku Islend-
ingar stefna málum sínum undir konungsdóm og
ráðsins, og má vera, að þeir hafi talið heimild til
þess í Jónsb. þingfb. 9, þótt hún sé ekki örugg, eins
og áður hefir verið bent á. En þótt ísland og Nor-
egur liefði lögum samkvæmt haft sameiginlegan hæsta-
rétt, þá sannar það elcki kenningar Berlins um rétt-
leysi íslands, hvorki kenningu lians um réttleysi þess
eftir Gamla sáttmála né lögbókunum. Fyrir það gat
ísland verið fullvalda ríki. Réttarbótin 14. júní 1314
§ 1 segir, að stefna megi þeim málum til Noregs, sem
lögmenn og sýslumenn fái ekki j'fir tekið, og setur
hún 12 mánaða stefnufrest. Þetta á við alt annað en
Jónsb., þgfb. 9. Þar er gert ráð fyrir, að dómstólar
í landinu hafi þegar dæmt málið að efni til, en rb.
1314 § 1 á aðeins við það, þegar dómsvaldið í landinu
treystir sér eigi til, að dæma málið að efni til, og
dæmir það svo undir konung. Þessar utanstefningar,
og eins ef mönnum er stefnt utan vegna áfrýjunar
dóms, er íslenzkir dómstólar í landinu hafa dæmt,
sen (Det norske Rigsraad, bls. 76), og nú siðast Björn Magnús-
son Ólsen (Upphaf II, 70 —71) lialda og þessum skilningi fram.
1) 1 Upphafi I, 64, skilur Ólsen uppliafsorðin í réttarbótinni
14. júní 1314: „höfum vér um þat hugsat mcð beztn manna ráði
ok bœnarslað peirra vitrustu ínanna héðan a/ landiium svo,
sem konungur hafi ráðfært sig við beztu menn íslenzka um efni
réttarbótarinnar, en í Uppliafi II, 71, 2. nmgr., heldur hann ein-
dregið fram hinu gagnstæða, segir hann, að með orðunum ))beztu
menim í rb. 1314 sé átt við ríkisráðið norska, en að eins orðin: y>vitr-
ustu menn héðan af landinue eigi við íslendinga, en ekki sést
glögt, af hverju höf. hefir breytt þannig skoðuu sinni á skilningi
þessara orða Eftir setningaslcipuninni er ekkert því til fyrir-
stöðu, að ))héðan af landinuv. eigi við hvorttveggja, bæði
))bezlu mennv og )>vitrustu memm.