Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 214
192
Konsúlar og erindrekar.
sambandsslitin. En slík sameining mætti mikilli
mótspyrnu, einkum frá stjórninni, er kvað það í hæsta
máta óráðlegt, að fela sendiherrum störf konsúlanna
alment, en aptur á móti mætti stefna að því að
lcoma nánari samvinnu á milli sendiherra og konsúla.
Að lokum var gerð svolátandi ályktun: »Stórþingið
ályktar, að sendisveitinni beri að framkvæma em-
bættisstörf aðalkonsúls í því landi, er hún situr, svo
fremi hagsýnt þykir«. Danir liafa komist að þeirri
niðurstöðu, að það væri ekki hentugt að sameina
þessi störf. En það er ætlun þeirra, að sendiherrar
verði yfirskipaðir konsúlana og hafi eptirlit með þeim.
Svissar liaga þessu öðru vísi en allar aðrar þjóðir.
Sendiherrar þeirra liafa einnig á hendi konsúlsstörfm.
þar sem þeir ekki ná yfir, hafa þeir valkonsúla, er
hafa bein brjefaskipti við stjórnina. Þessi skipun
hefur reynst vel og hefur sjerslaklega þann kost; að
sendilierrasveitin kynnist hetur öllum málum á dvalar-
staðnum. En þetta eykur starf sendisveitanna, að
miklum mun, og þurfa þær því margra manna. En
þess má geta, að Svissar eru ekki siglingaþjóð. Kröf-
ur tímans heimta og að hinn mikli greinarmunur,
er áður var gerður milli konsúla og sendiherra, liverfi,
og skilyrði þau, er selt eru til þess, að geta hlotið
þessi embætti verði að miklu leyti hin sömu —
Stórþjóðirnar halda þó þessu tvennu nær alveg að-
skildu. Þó eklci Frakkar með öllu.
Það er auðvitað, að bæði embættismenn við
sendisveitir og sendikonsúlar þurfa að vera vel ment-
aðir og lærðir menn., Sú er venjan að gera þá að
sendiboðum er áður hafa gengið gegnum utanríkis-
ráðuneytið eða hlotið hafa annan undirbúning, er
jafnast geti á við þann, er þar fæst. Þau skilyrði,
er heimtuð eru af mönnum, er ganga vilja þessa leið,
eru nokkuð mismunandi lijá ýmsum þjóðum. Þar
sem lýðjöfnuður er lengst á veg kominn er í orði
kveðnu krafist hins sama undirbúnings til sendiherra-
og sendikonsúlaembælta. En í reyndinni eru nær
öll sendihejTaembætti í höndum aðalsins, þar sem
hann er til, eða þeirra manna, sem honum eru taldir