Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 15
Frá Hallgrími biskupi Sveinssyni. IX
Þegar er Hallgrímur hafði kvatt söfnuðinn, fór
hann að konungskvaðningu utan til biskupsvígslu,
og er hann var til Khafnar kominn, veitti konungur
honum 25. maí biskupsembættið, en dr. B. J. Fog,
sem að framan er getið, og nú var orðinn Sjálands-
biskup, vígði hann til biskupsdóms yfir íslandi á
uppstigningardag 30. s. m.
Þjóðkirkja íslands átti örðuga aðstöðu, þá er
Hallgrímur tók við biskupsdómi.
Andastefna andvig kirkju- og kristindómi hafði
um allmörg ár undanfarin magnast mjög við Kaup-
mannahafnarháskóla. Ekki höfðu isíenzku náms-
mennirnir þar orðið eftirbátar hinna dönsku í því,
að aðhyllast hana. Hafði hún um nokkur ár leitað
allmikið á íslenzku kirkjuna, og orðið mikið ágengt
í þá átt, að deyfa og Iama hið kristilega trúarlif með
þjóðinni. Ömurlegt þótti kennimönnum landsins til
þess að vita, hve margir veraldlegra embættismanna
og skólagenginna mentamanna virtust vera henni
fylgjandi, og jafnframt sneiða sem mest hjá kirkju
og kristindómi, en ískyggilegast þó það, að sum
dagblöðin gerðust boðberar hennar.
Fjórum árum áður (24. júní 1885) hafði sá merkis-
atburður orðið með löndum voi’um vestan liafs, að
þeir, með forgöngu séra Jóns Bjarnasonar í Winnipeg,
stofnuðu liið evangeliska lúterska kirkjufélag íslend-
inga í Vesturheimi, og ákváðu að gefa út kirkju-
félags blað. HlauL það, sem kunnugt er, nafnið
>>Sameiningin«, og varð séra Jón Bjarnason ritstj. þess.
Islenzka kirkjan varð þessum tíðindum fegin og hugði
hið bezta til blaðsins undir ritstjórn jafn snjalls manns.
Blaðið brást ekki vonum. Þar andaði hlj'jum og
sterkum lúterskum kirkjuanda, þrungnum af kristin-
dómsáhuga. Hver kristileg og kirkjuleg hugvekjan
1-ak aðra, og hver annari ágætari. Það var líkast
}>ví, að andlegum gróðrarskúrum væri að rigna yfir
islenzku kirkjuna frá bræðrunum vestan liafsins. —
Mörgum íslenzkum prestinum, er standa vildi árvakur
a verði gegn kristindómslausd andastefnunni, varð
þa hlýtt í huga til þeirra, og þótti mikils um vert