Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 47
frani aö siðaskiptum.
25
konungi,1) og hafa Færeyjar æ síðan verið undir er-
lendu valdi.2)
í Færeyjum geingu norræn lög, og hnigu eyj-
arnar til Gulaþings, og skyldu um Færeyjar »ganga
slík lög sem gengr um öll Gulaþingslög«, eins og
segir í réttarbót Magnúss konungs lagabætis til Fær-
eyinga 1273.8) Landslög Magnúss konungs urðu því
lög i Færeyjum jafnskjótt sem búið var að lögtaka
þau á Gulaþingi í Noregi. Þó er það einnig tekið
fram í skipun þeirri, er samfara er »Sauðabréfmu« frá
28. Júni 1298, að landslögin norsku liafi verið sam-
þykt á »Alþingi« Færeyinga. Til eru og enn tvær
fornar skinnbækur af Gulaþingslögum Magnúsar kon-
ungs, sem komnar eru frá Færeyjum og Færeyingar
hafa leingi fyrrum liaft að lögbókum. Ætla menn,
að önnur þeirra hafi l'ylgt lögmannsdæmi Færeyinga,
en hin biskupsstólnum í Kirkjubæ.4) Þó var bér
með ekki loku skotið fyrir það, að Færeyingar gætu
feingið ýms ákvæði gerð að lögum bjá sér, sem sér-
slaklega snertu Færeyjar sjálfar, eða jafnvel gert sam-
Þyktir, er lutu að junsu samkomulagi þeirra sjáll'ra
milli, svo sem áður nel'nt »Sauðabréf« vottar og lög-
þingissamþykt þeirra frá 14. öld um þingfararkaup í
Færeyjum.5)
1) klat. II, 403. Sbr. Munch d. n. F. Hist. I, 2, bls. 859—861.
2) Sbr. Munch d. n. F. Hist. II, 219. — Noregskonungar
iiafa hvergi í norrænu nýlendunum náð neinu taki til valds oe
yfirráða fyrri en í Færeyjum, að Orkneyjum undanteknum. Á
10. öld er þess getið bæði um Harald gráfeld (961—976) og Há-
k°n jarl ríka (976—995), að þeir hafi veitt eyjarnar að léni
(Flat. I, 125).
3) Dipl. Fær. I, Kh., 1907, bls. 24 og formála bls. XVIII;
"glL. IV, 354.
4) Stokkhólmssafn Perg. Isl. 33. 4ý) og safn háskólans í
Lundi Hist. Lit. 12. Fol. — NglL. IV, 667, 700.
5) Dipl. Fær. I, bls. 3—22, 27. — NglL. II, 13; III, 34-39;
Jv, 666.