Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 129
fram aö siðaskiptum.
107
ganga til lögréttu, og skyldu goðar skipa hana til
i'ulls (c: bæði miðpall og fram- og afturpall). Þeir
einir, er á miðpalli sátu, áttu atkvæðisrétt, en hinir
voru til umráða. Ef þá skildi á, hvað væri lög, og
jafn margir voru hvorirtveggja, þá skyldi þeir hafa
sitt mál, er lögsögumaður var með, en annars réð
•aíl atkvæða. Af þessu er auðsætt, að helmingur mið-
pallsmanna gat útkljáð það, hvað lög væri, ef menn
greindi á um það. Nú voru á miðpalli 51 maður
hið mesta, svo að þá liefir atkvæði 26 manna verið
nóg til þess að útkljá þessi mál. Úrskurður lögrétt-
unnar skyldi síðan sagður upp að lögbergi við votta.
Ef einhver lögréttumanna gat ekki eða vildi ekki
gera skyldu sína (t. d. vegna sjúkdóms eða annara
forfalla eða vanrækslu), þá átti lögsögumaðui' að
fá mann í stað hans, þann er dómnefnu liefði átt
oð hafa á hendi, ef lians hefði þá verið inist við, er
dóma skyldi nefna á alþingi.1) Sýnir þetta, að lög-
sögumaðnr átti að eins að nefna menn í skarð goð-
anna, en eigi annara, því að ef annaðhvort vantaði
^inhvern þeirra 9, sem á miðpalli sátu með goðun-
nin, eða umráðamanna á fram- eða afturpalli, þá
Vai' það eflaust goðanna að skipa mann í þeirra
sfað.2) það var með þessu nauðsynlega ákvæði fyrir-
bygt, að menn gætu gert lögréttunni ómögulegt að
nina lögskil af hendi með fjarveru sinni eða van-
r*kslu. Hefir það og gelað komið að góðum notum
einatt á 13. öldinni, því að slundum hafa höfðingjar
Þá ekki getað sótt þing sakir ófriðar.8)
1) Grg. Ia, 212—216, sbr. Pinsen, s. st., bls. 53 o. s. frv.
jl Sbr. B. M. Ólson, TJpphaf I, 29. 3) Árið 1244 liafa t. d.
orðlendingar og Yestfirðingar naumast riðið til þings, því að
jardaginn á Húnaflóa milli Þórðar lcakala og Kolbeins unga var
'’onsmessu, Sturl. II, 62.