Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 90
(58
ísland gagnvart öðrum rikjum
vilja jarlsins«. — Slurlunga (Gizurarsaga) gelur þings-
ins þetta ár svo sem að eingu, en segir hins vegar
frá viðureigu Gizurar og Oddaverja eptir þing:
»Annat sumar, er Gizurr jarl var á Stað, reið liann
af þingi austr yíir ár með fjölmenni mikit. Var þá
fundr stefndr at Þingskálum með Gizuri jarli ok
Rangæingum; var Loptr Hálfdanarson fyrir þeim ok
Björn Sæmundarson. Sóru Rangœinga þá trúnaðar-
eiða Hálconi lconungi olc Gizuri jarlie1).
Veturinn 1260—12(51 var mikill, og stofnaði
Gizurr heit á Einmánaðarsamkomu (1261) lil guðs
og hins heilaga Ólafs konungs. Þá (1261) var hafís
um hverfis ísland, og finst Alþingis ekki getið það ár2).
Á þessu yfirliti sést, að alþingi liefir á tímabilinu
1220—1262 liáð verið öll árin, svo að getið sé, nema
5, árin 1245, 1247, 1256, 1258 og 1261, og lögskil
þar int á reglulegan hátt, eplir því sem bezt verður
séð, og meðal annars sett lög 1253 um áskiinað milli
kirkju laga og landslaga, hvort framar skyldi ganga.
Þótt nú eigi verði sýnt með tilvilnan úr heim-
ildarritunum, að Alþingi hafi verið uppi þessi ár, þá
verður ekki af því dregin sú ályktun, að svo hafi
ekki verið. Eingum mun hlandast hugur um það,
að Alþingi haíi verið liáð lögum samkvæmt á 10., 11. og
12. öld. Flestar sagnir eru vitanlega frá þeim tíma af'
Alþingislialdi frá síðara hluta 10. ogfyrstu þrem lugum
11. aldar. Ef rannsakað væri, hvenær heimildarrit
um þá tíma skýrðu frá þinghaldi, mundu þá verða
mörg ár, er ekki væri getið Alþingishalds. Þar al'
1) Sturl. II, 259. — Skálholtsannáll, Flateyjarannáll.
2) Sturl. II, 259. — Resensannáll, Höyersannáll, Konungs-
annáll. Sbr. Dipl. Isl. VIII, 1 — 2. Sum handrit telja heit þetta
stofnað á várþingi, en það sýnist miður rétt.