Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 176
154
ísland gagnvart öðrum ríkjum
Samkv. honum vinnur konungur eið að því, að endur-
bæta lögin með vgóðra manna ráðin, en ef konungserfðir
Járnsíðu liefði verið lög handa Íslandi, þá á þessi
1260 hefði nokkurn tíma orðið lög á íslandi, þá liefði afleiðing
þess orðið sú, að sínar konungserfðirnar hefði gilt í Noregi og
á íslandi frá 1273—1281. Þessi niðurstaða er að minsta kosti
óglæsileg fyrir þá, sem halda því fram, að ísland hafi þegar 1262
—1264 orðið ósjálfstætt undirtylluiand Noregs. Enn fremur
sýna konungserfðir Járnsíðu það bezt sjálfar, að þær geta ekki
hafa verið lögteknar liór. Krd. 3 t.alar um ,,pá miklu villupoku,
er meslr hlutr þessa lands (o: íslands, ef kgserfðir ætti að
vera þar lög) hefir svo hörmulega verið blindaðr af, at i
engu landi finnasl dœmi lil, par sem teknir hafa verit gmsir
menn, ojc kallaðir konungar ranglega á móti lögum hins
helga Olafs konungs" o. s. frv. Engum heilvita manni gat
komið til hugar að tala svo, og rökstyðja lög sín svo, ei hann ætlaði
að láta þau gilda á íslandi, þar sem ekki var konungsvald fyrr
en 1264, og því ekki deilur um konungserfðir fyrir þann tíma.
Krdb. 4 skipar hirðstjórum og lögmönnum „með hirð alla
at sœkja norðr til hins helga Ólafs konungs, ok nefni hirð-
stjórar 12 hina vitrustu bœndr úr hverju biskups rikiu. Þeir af
hirðinni, er ferðina lögðust undir höfuð, voru landráðamenn við
konung, og bændur sekir 40 marka. Menn munu segja, að þetta
sé t.ekið hugsunai'laust upp úr Konungserfðunum frá 1260. Sturla
Þórðarson lögmaður, hinn vitrasti maður á íslandi um það leyti,
samdi bókina eða hafði hönd í bagga með samningu hennar (sbr.
Sturl. II, 273, Bps. II, 162 og ísl. annála). Hann hefir líklega
vitað, að einn var hér lögmaður (lögsögumaðuij þá, tvö bisk-
upsdæmi (og því sett hvoru en ekki hverju), og honum hefir
verið kunnugt um það, að það var öldungis ómögulegt íslenzk-
um bændum (24) að sigla til Noregs, eins og lögboðið var í
Krdb. 4, til að hylla konung. Ákvæði í slíka átt handa fslandi
var of óþarft og heimskulegt, til þess að nokkrum íslendingi gæti
til hugar komið að setja það í lögbók handa íslandi. Slíkum
utanstefningum hefði íslendingar aldrei gengið að. Þeir mót-
mæltu þeim og harðlega um 1300, þegar Hákon háleggur stefndi ís-
lendingum utan. Eina sennilega lausnin á því, að konungserfðirnar
frá 1260 eru teknar upp í Staðarhólsbók, er því sú, að afritarinn
hefir lialdið, að þær ætti þar heima, eða tekið þær blátt áfram
til uppfyllingar, eins og afriturum var titt fram eftir öllum öld-
um. Einsen gizkar að vísu á það (Grg. II, form. IX—X), að
Járnsiða i Sthb. sé skrifuð 1276.—1280, en þar fyrir getur hún
eins vel verið skrífuð 1280—1290 o. s. frv. Það er ekki gott
að segja alveg upp á hár, hvenær gömul handrit hafi verið
skrifuð. Þar getur oft skakkað 20—30 árum, enda staðhæfir
Finsen ekkert eindregið í þá átt.