Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 194
172
ísland gagnvart öðrum ríkjum
eru rituð og sum innsigluð af skrifurum og ráðgjöf-
um konungs. en slíkt þýðir ekki meira nú, en áritun
skrifstofustjóra í stjórnarráðinu á skjal, er frá því fer,
og allra sízt verður af því leidd heimild fyrir ráðið
til stjórnar íslands mála, eða um það, að ísland hafi
verið ósjálfstætt undirtylluland Noregs, því að um
eitt skeið átti alveg hið sama scr stað um konunga-
hréf til Noregs, eftir að hann var kominn í samband
við Danmörku,1) og mun þó enginn draga þá ályktun
af því, að Noregur hafi þá verið lögum samkvæmt
ósjálfstæð hjálenda Danmerkur.
Að því, er framkvæmdar (administrativ) störf
snertir, þá er það að kalla má undantekning, ef ráð-
ið á nokkurn þátt í þeim, svo að séð verði, enda
verður hvergi fundin lieimild fyrir rétti þess í þeirri
grein, hvernig sem menn vilja skilja Jb., þgfb. 4, 9, o.
fl„ þegar reglan um uppgjöf saka er fráskilin, enda
framkvæmdi konungur framkvæmdarstörf í Noregi án
tilstyrks ráðsins. Þó finst dæmi til þess, að ráðið liefir
verið að spurt, er utanrikismönnum voru veitt verzlun-
arleyfi í rikjum konungs, eða umtalsmál var að svifta
þá slikum leyfum.2) Hér til þarf ekki að telja það, er
ráðið skipar hirðstjóra til íslands eftir að konungur
er nýdáinn.8) Ekki sannar það heldur neitt, þó að
Ögmundur Finnsson dróttseti sendi liingað lögmann
1384 eða 1385, eftir sögn sumra annála, því að þá
var Ólafur konungur Hákonarson ófullveðja. Auk
þess var sú skipun frá öðru sjónarmiði gagnstæð
1) Sbr. Yngvar Nielsen, Det norske Rigsraad, bls. 282—
284, 323—324, 326, 342, 344, 349—351 o. fl. 2) Sbr. t. d.
DI. V, Nr. 115, "VI, Nr. 362. Hið síðarnefndá bréf sýnir þó
ekkert annað en það, að þýzkir kaupmenn í Björgvin virðast
gera ráð fyrir rétti ríkisráðsins norska til ihlutunar um verzlun-
armál íslands, DI. VI, Nr. 363. 3) DI. VI, Nr. 361, sbr. og
IX, 587, 612.