Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 197
fram aö siðaskiptum.
175
ungserfðalög og ríkisstjórnarlög án þess þó, að hann
færi nokkur sæmileg rök fyrir sinu máli. Þótt skiln-
ingur manna i Noregi breyttist bráðlega svo, að kon-
ungur og höfðingjar gæti sett Noregi lög, þrátt fyrir
heit konungs á hverju lögþinganna norsku um, að láta
þann eða þann landshluta ná lögum sínum, þá sann-
ar það ekkert um ísland. Berlín færir ekkert ann-
að til stuðnings sínu máli en þetta. Honum er þó
fráleitt ókunnugt um það, að samband Islands við
Noreg var ekki jafn náið og samband einstakra
fylkja i Noregi, og því heldur hann og ekki fram.
Einnig getur hvorki liann né aðrir neitað því, að al-
þingi íslendinga hafði meira vald í löggjafarefnum
eftir 1281 og lengi síðan, en lögþingin norsku, er
löngu fyrir 1300 voru nær þvi að eins orðin dómstóll.en
höfðu mist hlultöku sína i löggjöíinni. Samanburð-
ur á þessu tvennu er því alveg villandi. Hvert hinna
norsku fylkja var fyrir löngu innlimað í eitt ríki,
Noregsriki, en ísland var til 1264 l'ullvalda riki, sem
áskildi sér að ná islenzkum lögum, þegar það gekk
konungi á liönd. Alla heimild breslur því til þeirr-
ar skoðunar, að norsk ríkislög gæti gilt á íslandi án
samþykkis alþingis. Að því er konungserfðalög snert-
ir sérstaklega, þá fór það eplir sáttmálum íslendinga
við konungsvaldið, að hve miklu leyti hver konung-
ur um sig átti tilkall til konungdóms yfir íslandi, en
ekki eftir norskum konungserfðalögum, sem íslend-
ingar höfðu eigi samþykt. Þetta sýna íslendingar
sjálfir, þar sem þeir beinlínis neila að hylla konunga
fyrir sitt leyti, nema þeim sé með samningi trygð
réttindi sín. Þess vegna hefir t. d hylling Hákonar
háleggs ekki farið fram á íslandi fyrr en 1302, þótt
hann væri hyltur i Noregi 1299. Þess vegna vilja