Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 146
124
ísland gagnvart öörum ríkjum
indingum. í sáttmála íslendinga og Ólafs helga1) c.
1024 er að vísu ákveðið, að erfðir skuli gefasl upp
íslendingum í Noregi, en að eins næstu 3 ár eftir að
arfur tæmdist, og þetta ákvæði stendur í Konungsbók
Grágásar2), en í Staðarbólsbók er nýrri regla um þetta,
þar sem sagt er, að erfðir íslendinga í Noregi skuli
uppgefast, hversu lengi sem staðið hafas). B. M.
Olsen* 4) og Berlin5) tala hér um, að rýmt hafi verið
til frá því, sem áður hafði verið, en það er eftir
þessu alls eigi í þessa átt, enda er eðlilegt, að 3 ára
ákvæðinu yrði breytt þegar fyrir 1262, þarsemNorð-
menn höfðu rétt til, að þeim væri afhentur arfur
hér, hversu lengi, sem hann hefði staðið6); var því
áður á komið jafnrétti í þessu milli Norðmanna og
íslendinga. Að eins var það skilyrði sett í Grg., II,
88 og 96, að arftökumaður væri þrímenningur (næsta
bræðri) hins látna eða nánari, en í sáttmálanum 1262
er þetta skilj’rði felt niður. Þessi grein sáttmálans
er því að mestu að eins staðfesting á eldra samningi
milli íslendinga og Norðmanna, og var því að svo
miklu leyti ekki neinum skildögum bundin.
B—4 var stórmikil réttarbót. Samkvæmt nefnd-
um samningi við Ólaf helga átti hver frjáls og full-
tíða karlmaður, sem til Noregs fór að vilja sínum,
að gjalda eins konar toll af sjálfum sér, sem land-
aurar hét, og nam 13 aurum lögaura, eða 78 álnum,
eða nál. 60 krónum. En konungur tók hér með
annari hendinni, það sem hann gaf með hinni, því
að í staðinn kom brátt tollur á vöruna, er ílutt var
út til landsins eða af landinu til Noregs. Þessi
1) örg., Ib, 195. 2) Grg., Ia, 239, 3) Grg., II, 88,9G.
4) Upphaf I, 41. 5) Isl. Statsretl. Stilling I, 82. 6) Grg., Ib,
195.