Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 224
202
Konsúlar og erindrekar.
vandasams starfa enda þótt nægilegt fje væri í boði.
Það er að vísu satt að vanda þarf til mannsins og
eklci munu hjer vera uppgrip að slíkum mönnum.
En það ber þó að athuga að verzlunarerindreki vor
þarf ekki að vera sjerfræðingur í jafnmörgum grein-
um og erindreki t. d. Dana, Svía eða Englendinga,
því að vorir atvinnuvegir eru svo fáir og afurðir fá-
breyttar. En auðvilað þyrfti hann að liafa jafn-
mikla almenna mentun. En það mun vera talað al-
veg út í bláinn, að erindreki vor kæmi að engu lialdi.
Dæmi annara landa ósanna það. Þau hafa öll kon-
súla svo liundruðum skiptir, en fjölga þó einmitt
verzlunarerindrekum. Að vísu höfum vjer konsúla,
þar sem eru þeir dönsku. Þó að þessir konsúlar
sjeu af öllum vilja gerðir til að annast vora liags-
muni sem bezt má verða, er málið þó svo vaxið,
að málum vorum er engan veginn fullborgið,- ein-
mitt þar sem mestu skiptir. Skipun utanríkismála
Danmerkur er liagað eingöngu eftir þörfum alríkis-
ins; það sem oss varðar sjerstaklega verður því rnjög
Ijett á metunum. Eins og kunnugt er, er aðaltiski-
markaður vor á Spáni og Ítalíu. Danir hafa lítil
verzlunarskipti við þessi lönd. Útfluttar vörur frá
Danmörku til þessara landa eru sáralitlar, nokkur
þús. kr. virði, en innfluttar vörur nokkrar, einkum
vín. Danir geta þess vegna vel komist af með nokkra
valkonsúla suður þar, en þurfa engan búsettan sendi-
boða. Þeim finsl sínum hagsmunum borgið með því
íyrirkomulagi sem er og sinlu því ekki lillögum F. isl.
Ií., sem jeg áður hef getið. Þetta sýnir ljóslega að
þörfum islenzku verzlunarinnar þar er ekki fullnægt
með því skipulagi sem nú ex% eptir þeiiTa skoðun,
sem hezt þekkja. Og þegar þess er gætl, að brot úr
norskum emhættismanni, gegnir dönskum sendiherra-
störíum á Spáni og er þannig í ráuninni yíir skipað-
ur danska valkonsúla þar í landi, væri hægt að koma
vorri ár betur fyrir horð, ef xnöguleiki væri til, að
íslenzkur fiskur gæti kept við norskan. Danskar
verzlunarskýrslur frá Spáni eru líka venjulega lítil-
fjörlegar og ófullkomnar. Norskar skýrslur aptur á