Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 180
158
ísland gagnvart öörum rikjum
löggjafarmál íslands, en skoðun eins manns, sem á-
ríðandi var, eins og á stóð, að gera sem mest úr
rétti og valdi konungs og Norðmanna, vegur hér ekk-
ert. Auk þess er það aðgætandi, að Eiríkur kon-
ungur Magnússon var þá barn að aldri, en höfð-
ingjar og konungsekkja stýrðu ríkinu. Þess vegna
var eðlilegt, að Loðinn leppur vísaði íslendingum til
•konungsins og hans ráðs, þar sem ráðið var fulltrúi
lconungsvaldsins. Þetla hlaut svo að vera, því að
ráðið stýrði ríkjum fyrir hönd konungs, meðan hann
var ófullveðja. Þá er að gæta að því, hvort Jóns-
bók segi nokkuð um lieimild ráðsins norska til þess
að stýra eða hafa hönd í bagga með íslands málum.
Er þá fyrst að gæta að konungserfðum í Kristindóms-
bálki. Það hefir þótt vafasamt, hvort þær hafi nokk-
urn tíma orðið lög hér í landi. Jón Sigurðsson*)
hafði þá skoðun, að konungserfðir hafi ekki fylgt
Jónsbók, svo og meiri hluti sambandslaganefndar á al-
þingi 1909.1 2) Björn M. Ólsen3) og Berlin4) halda því
þar á móti fram, að þær heyri bókinni til frá upp-
haíi, og sömu skoðunar er Ólafur Halldórsson.8) í
Jónsbók, Krdb. 6, 8, 9 og 10, eru höfð alveg sams-
konar orð sem í tilsvarandi kapítulum í Kristindb.
Járnsíðu, sama frásögn um, hversu ólöglega farið hafi
um konungserfðir í Noregi, og rök fyrir því færð, hvers
vegnafyrinnælinumkonungserfðir sé sett í lög. Jónsbók
hefir að vísu víða tekið orðrétt upp Landslög Magn-
úsar Hákonarsonar, þar sem slíkt gat staðist, en jafnan
vikið við, bætt inn i eða felt úr og tekið úr fornum
íslenzkum lögum (Grágás) i staðinn. Beri menn t.
1) Islands statsretl. Torhold, bls. 17—18. 2) Alþ.tíð. 1909 A,
bls. 775. 3) Upphaf I, 59, nrngr. 2. 4) Islands statsretl. Stil-
ling I, 165 o. s. frv. 5) Jónsbók, Kh. 1904, formálinn, bls. III.