Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 135
fram að siðaskiptum.
113
Mætti virðast svo, sem hér væri ráð fyrir því gert,
að ekkert gæti orðið að lögum, nema allir samþj'kti
eða enginn mælti því í gegn, en í þessu tilfelli væri
undantekning gerð frá þeirri reglu til þess að koma
hinum nj'ju lögum á. En þetta þarf þó ekki að tákna
annað en það sjálfsagða, að það skyldi halda fyrir
lög, er meiri hluti þeirra samþykti, er atkvæðisrélt
höfðu í löggjafarmálum. Hefir og verið á það bent
áður,1) að frásögn Ara um lagasetningu er stundum
ekki allskostar nákvæm, svo að vandhæfi eru á því,
að leggja mjög mikið upp úr orðum hans i þeim
cfnum, þótt aðalfrásögn viðburðanna sé áreiðanleg og
heimildir greindar fyrir henni2). Á frásögn Njálu3)
am lögréttuskipan og löggjöf verður ekkert bygt, því
að hún brýtur beinlínis bág við ilest ákvæði Grágás-
ar um þau efni4).
Frumkvæði til laga hefir hver einstakur lög-
i'éttumaður eílaust haft. Svo gátu málsaðiljar, sem
þrætlu umlög, fengiðúrskurðlögréttunnarumþrætuna.5)
Ennfremur halda sumir, að hver maður hafi getað
tekið frumkvæði til laga, sem vildi, en það verður
þó ekki séð, að það hafi verið öðru vísi en svo, að
menn hafi getað hent lögréttunni, eða einstökum
lögréttumönnum, á þær umbætur, er hallkvæmar
ínundi vera, t. d. í tölu að lögbergi, en lögréttu-
^nenn hafi svo orðið að bera frumvarp til lag-
^nna upp í lögréttu. En þetta atriði skiptir ekki máli
hér, og skal því ekki nánar út i það farið.6)
Nú hefir í sluttu máli verið skýrt frá því, hvern-
1) BIb. 111. 2) Sbr. f'insen, Inst. bls. 33—34. 3) 97. k.
íin í'insen, De isl. Love, bls. 57, nmgr. 2, Inst. bls. 106—
loo °g Maurer, Upphaf allsh.ríkis, bls. 185 o. s. frv. 5) Sjá bls.
rp. 107. 6) Sjá hér um Finsen, De isl. Love, bls. 68, o. s. frv.
’marit Bkmfél. VI, 216, Finsen, Inst., bls. 7, nmgr. 3.
Andvari XXXV. 8