Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 222
200
Konsúlar og erindrekar.
á hann að senda mánaðarlega. Auk þess eina ýtar-
lega skýrslu við lok styrktímans, um verzlunárfyrir-
komulag á dvalarstaðnum. Hann er óháður sendi-
herrum og konsúlum. Sem stendur eru veittar 16,-
000 kr. á ári til þessa. Upphæð styrksins til hvers
eins fer eptir því, hvar styrkþeginn starfar. Þeim, er
starfar t. d. á íslandi, 1500 kr., Finnlandi og Norður-
Svíþjóð 3,000 kr., en i öðrum heimsálfum 2,500—
8,000 kr.
Þó að ekki sje liægt að meta til peniriga, hvílíkt
gagn þessar utanferðir hafi haft, eru Norðmenn þó
sannfærðir um, að þær hæði beinlínis og óbeinlínis
haíi aukið þekkingu útlendinga á afurðum Noregs,
að ótöldum þeim hagsmunum, sem sjálf hin inn-
lenda verzlunarstjett hefur af þessu hlotið, og þar
með landið í heild sinni.
Útlendir menn, Norðmenn og Danir, hafa varðveitt
mál vor meðal annara þjóða. Þeir hafa gætt vorra
hagsmuna. íslenzkir menn, er illa eru staddiríöðr-
um ríkjum, verða að flýja á náðir danskra manna,
konsúlanna. Danir hafa gætt fiskiveiða vorra fyrir
ágangi utanríkismanna. Danir hafa gert alla samn-
inga, sem ísland varða við önnur ríki. Danir hafa
gætt verzlunar vorrar. Það er eins og hver íslenzkur
maður hafi forðast, að koma nærri rekstri mála
vorra í öðrum ríkjum. Að eins einn íslendingur
hefur starfað utanríkis, sem embættismaður í þjón-
ustu þess dansk-íslenzka ríkis. Og víst gerði liann
það ekki af áhuga fyrir málum íslands utanríkis.
Það væd þó ekki úr vegi, að íslenzkur maður hefði
einhverja slika sýslan á hendi þar, er ísland skiptir
mestu, hvernig með er farið, og þekkingu þarf á vor-
um högum svo vel sje, enda þótt málin fúti Dana-
sljórn. En íslendingar hafa ekki fundið til þess, að
þá vantaði eigin fyrirsvarsmenn utanríkis. Það hefur
sjaldan verið farið hátt með það, að ísland liefði
nokkurt mál utanríkis, er betur væri komið í íslenzk-
um höndum en dönskum eða engum. Að vísu hef-
ur það verið fært í tal á allra síðustu árum í sam-