Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 198
176
ísland gagnvart öðrum ríkjum
íslendingar ekki þegar í stað hylla Magnús smekk
1320, en liafa eflaust gjört það, jafnskjótt sem gengið
var að skilmálum þeim, sem þeir höfðu sett, sbr.
bls. 139—140. Um lög um ríkisstjórn í forföllum
konungs er það að segja, að íslendingar voru ekki
að lögum bundnir við þau, en þeir sömdu við ráðið
norska, og síðar ríkisráðið, þegar svo stóð á, t. d. bæði
eftir 1280 á fyrstu ríkisstjórnarárum Eiríks konungs
Magnússonar, og eins 1320 um það leyti, sem Magn-
ús smekkur varð konungur (sbr. DI. II, Nr. 354),
og eflaust líka 1380, þegar Ólafur. Hákonarson kom
til ríkis, sbr. og 1)1. IX, Nr. 587 og (512, er sýnir að
Islendingar skera úr því, livor af tveimur lieíir vald
til þess að skipa hér hirðstjóra. Hitt er rangt,
að lög ofangreinds efnis hafi alment gilt á íslandi, þó
að þau væri ekki borin undir atkvæði alþingis. Land-
varnarreglur norskra laga snerta alls eigi ísland bein-
hnis, því að lagalega er það alveg þýðingarlaust fyrir
ísland, þótt það væri t. d. talið með skattlöndunum
í Landvarnarbalki 3. Slikt gæti aldrei sýnt meira né
annað en skoðun annars aðiljans á sambandi lians við
Island. Og þótt Norðmenn ákvæði í lögum sínum, að
verja Island, ef »kristinn herr eða heiðinn« gengur á
það, þá eru slík Iög ekki fremur bindandi fyrir ís-
land en t. d. ákvæði einnar sýslusamþyktar um það, að
smala afrétt fyrir aðra sjTslu. Samskonar er að segja
um Hirðskrá 15. Þar er að eins verið að lala um
það, ef konungur kynni að senda jarl til íslands, og
getur því þegar af þeirri ástæðu ekki bakað íslandi
skyldu né skapað því rétt. Annað mál er það, þótt
persónulegir samningar milli konungs og íslenzkra
manna, er í liirðlög gengu með honum, fari eptir
hirðlögum að því, er snertir samband konungs