Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 19
Frá Hallgrími biskupi Sveinssyni.
XIII
fyrsta biskupsári sinu kom 2 drykkjuprestum úr
embætti; — var þar með stungið á kýli drykkju-
skaparins meðal prestastéttarinnar. En markmið hans
var hærra; — það var algjör útrýming drykkju-
skapar úr preslastétt landsins. Fyrir því gerði hann
þegar bindindismálið að synodusmáli, og tók presta-
stefnan 1890 með eindreginni yfirlýsing liöndum
saman við bindindishreifihguna, sem Godtemplar-
reglan hafði vakið í landinu; mælli með henni við
presta, og hvatti þá til að veita henni fylgi. Sjálfur
var biskup stakur hófsmaður um vínnautn sem ann-
að, — en alt um það gekk hann prestum til fyrir-
myndar í bindindi, og í júní 1902 gekst hann ásamt
7 prestum fyrir stofnun bindindis meðal presta, og
gengu í það samsumars 45 prestar (þar af 8 prófastar).
Upp frá því fjölgaði bindindisprestum jafnt og stöðugl.
Avalt liélt biskup bindindissemi að prestunum, og
hvatti þá til, að efla liana í söfnuðunum. Ritaði
hann um þetta efni rækilegt umhurðarbréf, og vildi
láta þá prédika einu sinni á ári um bindindi á kristi-
legum grundvelli.—Við þessar framkvæmdir lians brá
svo, að drykkjuskapar-óreglan hvarf að mjög miklu
leyti frá prestastéttinni, og það á tiltölulega fáum
árum. Ofsagt væri það að vísu, að hann hafi náð
til fulls áminstu markmiði sínu, en víst er um það,
að í biskupstíð hans vanst það á fyrir tilverknað
hans fremur en nokkurs manns annars, að drykkju-
skapar-ófögnuður íslenzkra presta var að mestu leyti
kveðinn niður, en að öðru leyti brennimerktur marici
fyrirlitningarinnar. — í útrýming drykkjuskapar úr
prestastétt landsins var Hallgrímur biskup vafalaust
óllum fyrirrennurum sínum snjallari.
Mikilvægustu aukreitisstörf Hallgríms í biskups-
dómi voru, auk starfanna á alþingi, staríið í nefnd-
mni til endurskoðunar á handbók presta, og starfið
að biblíuþýðingunni.
I liandbókarnefndinni sat hann frá upphafi; var
formaður hennar, og leiðlogi starfsins, og tók drjúg-
an °g góðan þátl í þvi.
Hið langsamlega mesta aukaverkið var liið mikil-