Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 68
46
ísland gagnvart öörum ríkjum
borit, þá þótti þeim, er fúsir váru fararinnar ok bann-
at var, súrskapr mikill hafður við sik, ok þótti seta
sín ill ok úfrelsi. En Gellir bjóst nú til ferðar, ok
fór um surúarit til íslands, ok hafði með sér orð-
sendingar þær þangat, er hann flulti fram annat sum-
ar á þingi.1 2) En sú var orðsending konungs, at hann
beiddi þess íslendinga, at þeir skyldu taka við þeim
lögum, sem hann hafði sett í Noregi, en veita hon-
urn af landinu þegngildi ok nefgildi, penning fyrir
nef hvert, þann er 10 væri fyrir alin váðmáls. Þat
fylgdi því, at hann hét mönnum vináttu sinni, ef
þessu vildi játa, en elligar aíarkostum, þá sem hann
mætti við komast. Yfir þessu tali sátu menn lengi
ok réðu um sín í milli, og kom þal ásaml at lykt-
um, með allra samþykki, að neita skattgjöfum ok
öllum álögum, þeim er kraft var. Ok fór Gellir
þat sumar ulan ok á fund Olafs konungs .. . .«8)
En það er af þeim íslendingum að segja. er Ó-
lafur konungur hafði í haldi, að Steinn Skaptason
komst með harðfylgi burt, en Þóroddur Snorrason
fékk heimfararleyfi árið eptir (1028), eptir að kon-
ungur hafði sent hann forsendingarför til Jamtalands.
Eins og áður er gelið, er talið að íslendingar
hafi um 1020—1021 »fært lög sín ok selt kristinn
rétt, eplir því sem orð hafði tilsent Ólafr konungr«.
Er svo að sjá sem það hafi alt gengið friðssmlega,
og upp úr því telja menn svo, að gerzt hafi samn-
ingur sá milli Olafs konungs og íslendinga, sem al-
kunnur er og víða prentaður3 *). Telur bæði Jón Sigurðs-
1) Þ. e. 1027.
2) Hkr. bls. 390—391; Ólafs saga, Chria 1853 bls. 141;
Plat. II, 260—261; Fms. IV, 313—314.
3) Grágás, II., Khöfn 1829 bls. 407—410. — Norges gl.
Lo7e I., 437—430. — Grágás, Kgsb., útg. af Vilh. Finsen II.