Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 206
184 ísland gagnvart öörum rikjum
fram tekið um það. Sumir slíkir samningar eru um
ákveðin norsk mál, sem ekki skifta Island að nokkru
leyti, t. d. samningurinn í Pertli 1266. Sama er um
samninga að segja, sem einungis hniga að tilteknum
ríkishlutum, t. d. um verzlun um norðurhluta Nor-
egs eins saman, um landamerki Noregs. Ekki var
lieldur samningur ríkisráðsins norska og sænska 1319
um sameiginn konung bindandi á íslandi. Það fóru þar
fram sérstakir samningar 1320 um hyllingu Magnús-
ar smekks. Þótt því Noregur gengi í konungssam-
band við annað eða önnur ríki, þá var það að lög-
um ekki bindandi fyrir ísland. Sumir samningar
lúta að ríki konungs, án nánari takmörkunar,- t. d.
friðarsamningar, og má ætla, að vilji konungs hafi
verið sá, að þeir gilti líka fyrir ísland, nema eitthvað
það verði sýnt, er á móti mæli, og sumir verzlunar-
samningar, t. d. samningurinn 1296 við Hamborgar-
menn (DI, II, Nr. 160). í hverju einu tilfelli verður
þá að rannsaka, hvort slíkir samningar liafi átt að
gilda á íslandi. Aftur eru aðrir gjörningar, er ætlast
var til, að gilti að eins um ísland, t. d. alt brutl
konungs um veðsetningu landsinsá!6. öld,1) á sama
hátt sem Noregskonungur hafði áður veðsett Orkn-
eyjar. En að utanríkismál Noregs og íslands hafi
verið sameiginleg í þeim skilningi, að allar stjórnar-
ráðstafanir um þau hafi gilt eo ipso um bæði löndin,
verður ekki sannað, enda kemur það ekki heim við
það, að íslendingar sjálíir töldu sig'hafa heimild til
þess að gera samninga við önnur ríki um utanríkis-
mál að einu leyti, sbr. samninginn 1527. Þó að
margt íleira mælti um þetta efni segja, verður nú
samt að láta staðar numið að svo komnu.
A.ths. Kafla 1.—II. heíir Jón Porkelsson samið, en III.—VII. kaflinn
er eftir Einar Arnórsson. Hafa þeir þó borið sig saman um öll aðalalriðin.
1) Sbr. Ríkisréttindi íslands, bls. 44—52.