Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 109
fram aö siðaskiptum.
87
bóla á því, að Noregskonungur vildi ná íslandi und-
ir sig. Jafnvel Haraldur liárfagri sendi mann, Una
enn danska, i þeim erindum hingað, en landsmenn
tóku illa boðskap hans, og lauk svo hans æfi, að
hann var veginn austur í Skaptafellssýslu.1) Fram
undir árið 1000 ber ekki á afskiptum Noregskonunga
af íslandi, þar til Ólafur Tryggvason fer að vasasl í
að kristna landið. I5ótt ekki komi berum orðum
fram, að tilgangur lians liaíi verið annar, þá eru þó
líkur til þess, að undir niðri hafi hann liugsað sér að
ná yfirráðum yfir landinu í sambandi við og eptir
kristniboðið,2) og víst er um það, að líkri aðferð beit-
ir hann gagnvart íslendingum og eptirmenn hans,
Olafur digri og Hákon gamli, að halda hjá sér í
ófrelsi göfgum íslendingum. Um eða eftir 1020 fer Ó-
lafur digri Haraldsson að reyna að leggja undir sig
landið. Héll hann íslenzkum höfðingjasonum með sér
í gisling, sendi hingað út menn opinberlega í þeim
erindum, að fá íslendinga lil að játasl undir yfirráð
sín, en íslendingar þverneituðu3). Um líkt leyti gerðu
íslendingar merkilegan samning við Ólaf helga4). En
frá þessum tíma og fram á daga Hákonar gamla eru
engar sannanir til fyrir því, að konungar í Noregi
bafi reynt til að ná valdi yfir íslandi.6) Árið 1173,
eða þar um bil, sýnast einhverir úfar hafa risið milli
Islendinga og Norðmanna, því að það ár stefnir Ey-
steinn erkibiskup íslendingum utan og talar þá um
ofbrot þeirra við konung og þegna hans.6) En um
1) Ldn. IV, 3. kap. Guðbr. Vigfússon ætlar (Safn I, 271)
ao þessir atburðir hafi gerzt um 900, en allar líkur eru til þess,
að þeir bafi orðið nál. 20 árum síðar. 2) Sbr. B. 1S1. Olsen, Um
kristnitökuna á íslandi, bls. 74, 82, 98, 107. 3) Hkr, Ungers-
utg. bls. 369—374, 390—391, sbr. 392—398, 403—408. 4) Grg.
i'.b, 195—197, DI. I, Nr. 16 og 21. 5) Sbr. Finnur Jónssou
Hist., II, 8. 6) DI. 1, Nr. 38.