Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 82
60
ísland gagnvart öörum ríkjum
sem þingið stóð yfir.1) Sturlunga skýrir hvergi frá
Alþingi þetta ár, að það hafi verið háð, en frásögn
hennar geingur að því sem sjálfsögðu. Og i sjálfu
sér er ekki ólíklegt, að Teitur lögsögumaður hafi
komið til þings og með honum Sunnlendingar, og ef
til vill Borgfirðingar, Snæfellingar og Dalamenn að
einhverju leyti, svo að Alþingi hafi í raun og v'eru
verið uppi. Gizur bróðir lögsögumanns var og kom-
inn út. En ætla má, að þingið hafi ekki verið tíð-
indasamt. Tíðindin voru norður á Húnaflóa.
í246. Sturlunga getur svo þings á þessu ári, að
við hafi borizt öll vandræði milli Brands Kolbeinssonar
og Þórðar kakala fram til páska, »en grið slóðu með-
al allra manna fram um Alþingi. Var su sætt stofn-
uð, at lólf manna dómr skyldi á öllum málum,
(þeirra) manna er bezt þætti til fallnir á öllu íslandi«.2)
En eingin frásögn er að öðru leyti um sjálft þingið,
en geingið er að því vísu, að það yrði lialdið.
124-7. »Þat sumar eptir Haugsnessfund ok fa 11
Brands var friðr á Islandia, segir Sturlunga.3) En
ekki getur hún Alþingis að neinu. Gizur og Þórður
kakali voru þá hvorugir hér á landi, því að Þórður
hefir ekki komið út fyrri en eptir þing. Mun það
því þetta ár hafa farið fram með hóglegasla móti,
int þar af höndum venjuleg lögskil og fált gerzt þar (
sögulegt, og jiess því ekki getið.
1248. »Þetta sumar reið Þórðr (kakali) til þings
með fjölmenni mikit. Voru þá ok inir stærslu menn
fleslir á þingi; ok veittu allir (Þórði) tillæti á þingi,
nema Sunnlendingar, þeir (er) vóru menn Gizurar,
1) Þing hóíst þá 23. Júní (1244).
2) Sturl. II, 68.
3) II, 77.