Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 218
Konsúlar og erindrekar.
196
sæg af launuðum sendikonsúlum. En Belgir, sem
þó er smáþjóð, hafa 26 sendisveitir.
Sendikonsúlarnir eru nokkurs konar brú i milli
sendiherra og valkonsúla. Að vísu liafa þeir hin
sömu störf og valkonsúlar, en þeir eru ríkis-embættis-
menn að heiman sendir. Þeir hafa líkan undirbún-
ing undir starf sitl og mentun, sem sendiherrar. Ef
til væri ríki, sem enga utanríkispólitík hefði, mundi
það geta notað sendi- og valkonsúla eingöngu. En
allt að einu gætu þeir fengið tilla sem sendiherrar.
Virðulegir titlar hafa mikið gildi þar í sveit.
Verzlunarerindrekar.
Það er gömnl venja að þjóðir senda lil útlanda
erindreka, er hafa sjerþekkingu á vissu sviði, t. d.
í hermálum, landbúnaði, fiskiveiðum og skógræld.
En þó er mestu fje varið til verzlunarerindreka.
Stórþjóðirnar hafa notað þá Iengst, en síðan hafa
smærri þjóðirnar komið á eptir. En það ber lil þess,
að þeim þykir sendiherrar og konsúlar alls ekki ein-
lilítir i þessu máli. Nú á tímum verja margar þjóðir
niiklu fje til þessara erindreka. Þeir hafa venjulega
víðáttumikil lönd undir. Þannig hefur t. d. einn
brezkur erindreki yfir að fara Þýzkaland, Belgíu,
Holland, Svíþjóð og Noreg; annar Austurríki og
Ungverjaland, Ítalíu og Grikkland. Þeir brúka því
mikið íje í ferðakostnað. Þær þjóðir er lengsl liafa
notað verzlunarerindreka eru Frakkar og Bretar, og
telja báðir að erindrekarnir hafi áorkað miklu fyrir
verzlun þeirra. En vel þarf til mannanna að vanda,
því að mikils er af þeim krafist.
Með því að reglur þær, er ítalia hefur selt um
sína erindreka 12. marz 1906, eru allítaiiegar, en fara
þó saman við fyrirmæli annara þjóða um sama efni,
þykir mjer lilíða, að minnast á aðalatriði þeirra.
Erindrekinn er skipaður til ákveðins tíma, mest 5
ára. Þó má framlenging þessa tíma verða. Tvö
fyrstu árin eru notuð til reynslu. Ef liann reynist
vel, heldur hann stöðunni 3 árin næslu. Landbún-
aðar-, iðnaðar- og verzlunarráðaneytið er yfir skipað