Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 159
fram að siðaskiptum.
137
(bls. 35), að páfinn liafi farið með ísland sem »herre-
]0st« land, og hafi lofað legáta sínum, að bjóða ís-
lendingum að þjóna Hákoni konungi! Eða á bls. 47,
þar sem hann neitar því, að lögsögumaður hafi mátt,
lögum samkvæmt, skipa lögréttu 1262, þrált fyrir
hina ákveðnu reglu í Grg. I a, 215. Mörg slík dæmi
mætti telja. Hið eina rétta hlýtur að vera að segja:
Til þessa skuldbundu íslendingar sig samkvæmt sátt-
málanum (eða öðrum heimildum), en að öðru var
staða þeirra að lögum óbreytt. Þar sem nú það er
salt og sannanlegt, að ísland var fullvalda lýðríki til
1262—1264, en gekk þá undir konung.þá leiðir þegar af
því, að skyldur þeirra og skuldbindingar ná ekki
lengra en samningar þeirra við konung og síðari
heimildir greina. Að jafnvel sjálfur Hákon gamli
skoðar ísland sem annan aðilja, bæran og hæfan til
að gera samning við sig, sést á málaleitan hans um
skattgjald til alþingis 1260, og sjálfur sáttmálinn 1262
sýnir þetta bezt af öllu. Það verður ekki heldur
ljóst, hvernig það ætti að geta staðist, að Hákon
konungur hafi »uden Gnist af retslig Hjemmel« farið
með landið eins og það þegar fyrir 1262 hefði yerið
orðið skattland hans (bls. 35), ef hann liefði þá þegar
verið búinn að ná flestum goðorðum landsins undir
sig (36. bls.). Og ef það hefði verið satt, sem Berlin
marg segir, að algert stjórnleysi (Anarki) hafi verið í
landinu, þá er það lieldur tæplega samrýmanlegt
þeirri skoðun, sem hann heldur fram á 35. bls. um
heimildarleysi konungs, sizt þar sem hann byggir
yfir höfuð sínar kenningar um réttarstöðu íslands á
hnefaréttinum1).
1) Sjá Isl. statsretl. Stilling I, einkum § 1.