Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 184
162
ísland gagnvart öðrum rikjum
löglegraa. Og þgfb. 9 i. f. segir: » .. þann úrskurð, sem
lögmaðr veitir, má engi maðr rjúfa, nema .... kon-
ungr sjálfr sjái annat sannara með vitra manna sam-
þgkt . . . «. Þgfb. 4 skipar konungi einungis að ráð-
fœra sig við vitra menn, en samkv. þgfb. 8 þarf hann
samþgkki vitra manna til þess, að breyta löglegum
lögmannsúrskurði. Hér er um linun eða uppgjöf
saka, eða sanngirnisdóma, að ræða, þar sem taka má
til greina málsatvik öll in concreto og víkja frá á-
kvæðum laganna. í samræmi við þetta er Jb., Mh.
1, 4, sbr. og 7.
En hvað þýða nú þessi orð í Jónsbók (»vitrir
menn«, »góðir menn«, »bezlu menn« og »höfðingjar«
í þgfb. 4, 9 og Mh. 1 og 7)? Berlin er ekki í vafa
um svarið.1) Hann segir, sem rétt er, að þessi á-
kvæði Jónsbókar sé úr norskum lögum tekin.2) Og
svo spyr hann, hvort sömu orðin merki þá ekki í
Jónsbók hið sama sem í norskum lögum, þar sem
þau sé höfð á tilsvarandi stöðum. Ekki er það svo
alinent. Sumstaðar í norskum lögum er sagt, að
skera skuli úr máli með ráði skynsamra manna o. s.
frv., og eru þessar greinir flestar teknar upp í Jónsbók.3)
Það er auðsætt, að í norskum lögum er í þessum
greinum, þegar nefndir eru »góðir«, »skynsamir«,
»valinkunnir« menn o. s. frv., að eins átt við norska
menn, er þessa eiginleika hafi. Eftir Berlins rök-
færslu ætli orðin að þýða hið sama í lögbók íslend-
inga, þar sem þau standa þar alveg á tilsvarandi
1) Isl. statsret]. Stilling I, 184. 2) Jb. þgfb 4 = N. L.
1-4. þgfb. 9 = N. L. 1—11, Mh. 1 = N. L. IV—1, NB. IV—2,
Mh. 7 = V. L IV—8, NB. IV—8. 3) Sbr. t. d. Jb., Mh. 1 við
NL. IV—1, Mh. 5 við NL IV—15, Mh. 21 við NL.IV 20. Mh.
22 við NL. IV—21, Mh. 24 við NL. IV—23, Mh. 30 við NL. IV -
29, Kvg. 26 við NL. V—23 o. m. fl.