Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 98
76
ísland gagnvart öðrum ríkjum
skilyrðum hafði ísland gengið á hönd konunginum
norskaw).1) Þessi orð öll gela nú ekki vel verið tákn
einnar og sömu skoðunar. Að því levti hefir Berlín2 *)
rétt fyrir sér. Aftur á móti er það dæmafá fjarstæða,
þar sem liann vill alveg virða að vettugi orð og skoð-
anir Maurers i ritgerðum hans í »Zur politischen Ge-
sehichte Islands«, með því að Maurer liafi skrifað
þær í liita og lil þess að geðjast Jóni Sigurðssyni,
því að öðruvísi verða orð Berlins ekki skilin. En
nú vill svo vel til, að Maurer hefir sjálfur 25. apríl
1880, löngu eftir að hann skrifaði nefndar ritgerðir,
lýst skoðun sinni af nýju. Hann segir svo, eftir að
liann hefir játað það, að nokkur hiti hafi verið í sér,
þegar hann skrifaði ritgerðirnar: »Doch darf ich
mit gutem Gewissen versichern, dass ich stets red-
lich bemúht war, die thatsácliliche sowohl als die
rechtliche Seite der im Streite begriffenen Fragen und
ihre Stichhaltigkeit ernstlich zu prufen, und dass ich
niemals ein Argument geltend machte, von dessen
Haltbarkeit ich nicht selljst iiberzeugt war« (o: »Þó
get jeg með góðri samvizku fullyrt, að jeg gerði mér
jafnan samvizkusamlega far um, að rannsaka alvar-
lega deiluefnin og þýðingu þeirra, og að jeg færði
aldrei nein rök fyrir mínu máli, sem jeg var ekki
sannfærður um að væri rétt«),8) og litlu neðar á
sömu bls.: »Aber bei kaltblutigster Nachprufung
findeichinmeinen Aufsátzenkeine Thatsache angefiihrt,
keine Rechtsúherzeugung ausgesprochen, welche ich
jetzt Grund zu haben glaubte zurúckzuziehen« (o:
»En við rólegustu athugun eftir á finn eg ekki eina
1) Sama staðar, bls. 268, sbr. og bls 274. 2) Islands stats-
retl. Stilling I, bls. 258; „Bláa bókin“, bls. 85, 8. nmgr. 3) Zur
polit. Geschichte Islands, íormálinn, bls. VIII.