Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 178
156
ísland gagnvart öörum rikjum
norska eða norskum höfðingjum enga hlutdeild i stjórn
Islands.
Næst kemur Kristinréttur Arna biskups Þorláks-
sonar. Hann var lögtekinn á alþingi 1275 handa
Skálholtsbiskupsdæmi, að mestu leyti* 1), en í Hóla-
biskupsdæmi er talið, að hann yrði fyrst lög 13542).
í Kristinrétti Árna eru líka konungserfðalögin frá 1260,
og nægir að vísa til þess, sem að framan er um þau
sagt i sambandi við Járnsíðu3). Annars er í Kristin-
rétti Árna, k. 8., boðið, að biskup skuli skipa barns-
faðernismáli með »skynsamra manna ráðia, og er
þetta ákvæði samhljóða Kristinrétti Jóns erkibiskups
1) Bps.I, 698, sbr. 701, 773 o.fl. 2) DI. III., Nr. 60. L. f.
Isl., I, 33. 3) Auk þess, sem sagt er á bls. 153,3. nmgr. um gildi
konungserfðalaga frá 1260 á íslandi, má hér bæta þessu við:
Veturinn 1272—1273 dvaldist Árni bískuji í Noregi (Bps. I,
690—695, sbr. Isl. annála). í júlímánnði 1273 var hinn alkunni
dómur um forræði leikmanna á kirkjuoignum dæmdur í Björgvin
(Bps. I, 692—695), og biskup kom aftur heim til stólsins 11. nóv.
s. á. Veturinn 1274—1275 setti hann saman Kristindómsbálk
sinn, er svo var lögtekinn á alþingi sumarið 1275 „utan fá kapi-
tula“ (Bps., I, 697, 698). Nú voru konungserfðalög Magnúsar
samþykt 1273, eflaust áðuren Árni biskup fór heim til íslands. Hann
hofir líklega verið í Björgvin, þegar þau voru þar samþykt.
Hrafn og Þdrvarður voru þar og þá (Munch, DnPH , IV2, 551, Bps.
I, 695). Ætli þeir Jón erkibiskup og Árni hefði ekki heldur sott
kgserfðal. 1273, er þá voru ný og í gildi, i Kristinrétt Árna
en hin gömlu lög 1260, er höfðu verið afnumin í_ Noregi 2 árum
áður en Árni fékk sinn Kristinrétt lögtekinn? Árni og Magnús
konungur voru aldavinir, og má nærri geta, hvort Arni hefði
farið að styggja konunginn með því, að taka úrelt konungserfða-
lög í Kristinrétt sinn. Enginn þarf að halda, að Árni biskup
eða Jón erkibiskup hafi ekki þekt nýju konungserfðalögin frá
1273, þegar Kristinréttur Árna var settur saman. Hór er því
full sönnun þess, að konungserfðirnar frá 1260 hafa aldrei
getað verið lögteknar með Kristinrétti Árna nó upp í hann
teknar. fyrri en afritarar hafa gert það í hugsunarleysi. l'innur
próf. Jónsson segir lika, að konungsorfðir í Kristinrétti Árna
biskups hafi þar ekki staðið upphaflega, heldur hafi hann átt að
byrja á 8. kapitula, er svarar til 1. kapítula i Kristinrétti Jóns
erkibiskups (Ngl., II, 341), Den oldnorske oa: oldislandske
Literatur-Historie, II, 920.