Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 88
66
ísland gagnvarl öðrum ríkjum
1259. Einar prestur Illugason gaf upp Stað í
Reyninesi Gizuri jarli »á várþingi um várit. Var þá
íjölment várþing .... Gizurr reið til þings um sum-
arit. t*á var fátt með þeim Þórði Andréssyni, ok
svá var um vetrinn áðr, er jarl var suðr (þar).
Þórðr var á þingi fjölmennr. Hrafn Oddsson reið eigi
til þings. Slurla ok Sighvatr riðu iil þings; görðusk
þeir Sturla ok Sighvatr þá menn jarls, en hann hét
þeim liðveizlu sinni til hefnda eptir Þorgils. A þessu
þingi var lijst hernaðarsökum á hendr Porvarði; sótti
Sighvatr Þorvarð. Varð hann sekr fullri sekt, olc
margir þeir menn, er verit höfðu at Hra/nagilia.1) Sturl-
unga getur þess og, að þetta sumar færi þeir Kálfur
og Þorgeir Brandssynir til þings með jarli.2). — Frá
málum á þessu þingi segir Resensannáll og Höyers-
annáll svo: »Sœttsk á vig Sturhingau. En Skálholts-
annáll segir nokkuru gjörr frá: »Sektir Þorvarðar
ok þeira vij á alþingi. Sœttz á vig Sturlungae. Þó að
svona sé til orða tekið, er tilefnið þó líklega að eins
eptirmálin eptir Þorgils skarða, því að ekki getur
Slurlunga þess að neinu, að nein allsherjar sætt liafi
á þessu þingi orðið um víg Sturlunga í heild sinni. —
Á þessu þingi var kosinn tögsögumaður Ketill prestur
Þorláksson, mágur Gizurar3). Teitur lögsögumaður
Einarsson hafði verið veginn austur í Fjörðum sumrinu
áður (1258).4).
1260. Frá þessu þingi er gerst sagt í Hákonar-
sögu konungs (kap. 300), eptir Sturlu Þórðarson, og.
1) Sturl. II, 253. 2) Sturl. II, 257.
3) Höyerannáll, Konungsannáll, Skálholtsannáll, Gottskálks-
annál), Plateyjarannáll.
4) Sturl. II, 248. — Höyersannáll, Konungsannáll, Skál'
holtsnannáll, Gottskálsannáll, Flateyiarannáll. Sbr. Safn. II, 32.