Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 161
fram að siðaskiptum.
139
háttað, samkv. sáltmálunum og lögbókunum, og liggur
þá beinast við að rannsaka, hver stjórnarvöld og mál
lönd þessi tvö haíi haft sameiginleg.
A. Konungurinn. Enga greinir á um það, að
þau liaíi liaft sameiginn konung. íslendingar sverja
Hákoni gamla og Magnúsi syni hans land og þegna.
Með þessu játuðust Islendingar alls ekki undir Noreg,
og því var norskum stjórnarvöldum ekki heimilt, sam-
kvæmt þessu, að taka undir sig mál íslands að nokk-
uru leyti. Og inn í sáttmálann, sem er aðalheim-
ildin í þessu máli, er ekki heimilt að leggja nokkurn
hlut annan. En íslendingar sverja konungi og örf-
um hans trúnað, meðan þeir efna heit sín við þá, en
voru lausir.ef roíinn verður sáttmálinn að beztu manna
yfirsýn. Þetla sýnir bezt, að hollusta Islendinga er
einmitt miðuð að eins við konunginn. Það eru sátt-
málarof, el' liann felur norskum stjórnarvöldum að
fara með íslands mál, án samþykkis íslendinga. Að
eins leiðir það af eðli málsins, að einhver annarverður
að stýra ríki, þegar konungur getur það ekki sjálfur, en
um það vísast til B. að neðan. íslendingar játasl
undir arfgenga konungsstjórn. Um þetta leyti giltu í
Noregi konungserfðirnar frá 1260, er komist hafa
einhvern veginn inn í Járnsíðu og Kristinrétt Árna.
Það má ganga að því vísu, að íslendingar, og einkum
umboðsmaður konungs, hafi haft í huga arfaröð þeirra
laga. Hvort sagt verði, að þeir hafi undirgengist að
hlíta, hvaða ríkiserfðalögum sem siðar yrði sett, má
deila um, en í raun réttri liggur ekki meira í orð-
unum en það.að íslendingar skuldbinda sigtil að halda
trúnað við ætt Hákonar konungs gamla, er til valda
kemur samkvæmt þá (1262—64) gildandi erfðalögum í
Noregi. Þegar sáttmálinn var siðar endurnýjaður