Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 83
fram að siðaskiptum.
61
ok enn sumir Áverjar, þeir sem eigi hlýddu ráðum
Hálfdanar .... En Þórðr réð einn öllu þinginu.
Hann tók til lög(sögu)manns Óláf hvítaskáld Þórðar-
son .... reið Þórðr norðr af þingi, ok var heima
um sumarita.1) Teitur Þorvaldsson, bróðir Gizurar,
hefir þá orðið að láta aí' lögsögu, því að Þórður hef-
ir ekki viljað hafa hann.
124-9. »Þetta sumar reið Þórðr til þings. Mælti
þá engi maðr á móti honum á þinginim.2) »Nú ríðr
Sæmundr (Ormsson) til þings, ok fjölmennir mjök.
Brandr ábóti reið ok til þings, ok Guðmundr bróður-
son lians reið með honum. A þinginu vill Sœmundr
sœkja Ögmund (Helgason) til selda, en ábóti bað, at
þeir feldi þetta niðr, ok svá Guðmundr bað hann
''Tægja Ögmundi fóslra sínum. Ok svá gerir Sæ-
mundr, at hann hefir eigi mál fram at sinni. A/ þing-
inu riðu þeir ábóti heim«8) ....
1250 voru kærð á Alþingi mál um goðorð þau,
milli Lónsheiðar og Gerpis og upp til Eyvindarár,
er Ormur Svínfellingur hafði geíið Þórarni Jónssyni
°g átt liafði Gróa Teitsdóttir og Ragnfríður systir
hennar. En Sæmundur Ormsson fékk eign goðorð-
anna af þeim, sem löglega áltu, og höfðu að erfðum
tekið. Voru þau mál lögð í gerð Þórðar kakala, en
hann gerði, að þeir bræður Oddur og Þorvarður Þór-
arinssynir skyldi kjósa, hvort þeir vildi gjalda Sæ-
mundi fimm ligi hundraða, og eignast þá goðorðin,
«n l'á þó til handsalsmenn, sem aldrei kom fram.
^ierðu þeir sjálfir um goðorðamálið ári síðar undir
Lónsheiði, og lilaut Sæmundur goðorðin.4)
1) Sturl. II, 79. — Annálar. — Safn II, 30—31.
2) Sturl. II, 80.
3) Sturl. II, 86.
4) Sturl. II, 89—90, 91.