Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 116
94
ísland gagnvart öðrum rikjum
konungserindi með að fara, enda var þá Gi/urr,
svarinn fjandmaður hans, í konungs vingan. Peir
Þórður og Kolbeinn ungi eldu nú grátt silfur um 3 ár,
en 1245 varð loks sú sætt með þeim, að mál þeirra
skyldu fara í dóm Hákonar konungs og þeir báðir
utan, en úr þessu varð þó ekkert, því að Kolbeinn
andaðist skömmu síðar, en Þórður tók við föður-
leifð sinni,1) og gjörðist nú höfðingi mikill. Tók
Hrandur Ivolbeinsson, frændi Ivolbeins unga, þá við
mannaforræði í Skagafirði, en hann féll 124(5 á Haugs-
nessfundi fyrir Þórði, og mun Þórður þá hafa náð undir
sig nær öllumNorðlendingafjórðungi2). Árinu áðurhafði
Gizur Þorvaldsson komið úl. Er þá ekki getið
samninga þeirra konungs. Var hann þá sáttur við
Jón Sturluson, Sighvatssonar, og höfðu þeir lagt mál
sín undir dóm konungs. Ekki gátu þeir Þórður og
Gizur sæzt með öðru móti, en að Hákon konungur
skyldi gera um mál þeirra. Fóru þeir báðir utan
1246, og var kallað, að Hákon konungur drægi meir
taum Gizurar. Var það mikið mein, að þeir skyldu
ekki geta sæzt á annan hátl. Má hér enn kenna
konungs ráð í þessu. Veturinn 1246—1247 voru þeir
í Noregi, en árið 1247 kom kardínáli páfans í Noreg.
Ivomust íslandsmál til tals við hann og kallaði hann
»úsannligt, at þat land þjónaði ekki undir einhvern
konung, sem öll önnur ríki í veröldinni«. Kom
kardináli svo málinu, að Gizuri var lialdið eftir í
Noregi, en Þórður skipaður »yfir alt land lil forráða«
af konungi, og segir sagan, að hann hafi þá heitið
konungi, að koma skatti á landið3). Verðurþó ekki séð
hvaðan konungi kom lieimild til slíkrar skipunar, því að
1) Sturl. II, 65—66. 2) Sturl. II, 76. 3) Sturl. ÍI, 72—78,
100, 113, Fms. X, 8, 23, 24.