Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 80
58
ísland gagnvart öðrum ríkjum
1240. Sturlunga kemst svo að orði: »Nú um
várit eptir1) görðu þeir Snorri ok Þorleifr Gísla
(Markússon á Rauðasandi) sekjan skógarmann, ok
nokkura menn með liónum. Eptir þingii fór Snorri
vestr undir Fjall (Fell), ok liáði þar féránsdóm eptir
Gisla«2 3). Það þing, sem liér er nefnt, sýnist vera
Alþingi, þó að það sé ekki alveg víst. Hitt er víst,
að það er þing, sem ætlað hefir verið til dóma og
annara lögskila.
1241 er Alþingi uppi. Stefndi Slurla Þórðarson
út af dómi um Staðarhólsland »Jóni Þorhjarnarsyni
til Alþingis um þat, at hann hefði dæmt ólög á
Þorskafjarðarþingi8); ok stefndi til rofs dóminum.
Eptir þat reið Sturla til þings, — ok tólf voru þeir.
. . . . Sturla hafði fram málit, ok raufsk dómrinn.
En mál Jóns var tekit ór dómi, því at Sturla vildi
eigi hann sækja. Þá var dæmt Sturlu Staðarhóls-
land, en liverjum annarra þat er liann álti«. Af því
þingi sendi Gizur Snorra Sturlusyni orð að koma lil
þings og sjá Tuma Sighvatssyni föðurbætur. Snorri
kom á þing til dóma með hundrað manna. En Kol-
beinn ungi reið daginn eptir á þing með fimm hundr-
uð manna, og vissi Snorri þess ekki vonir. Voru
viðsjár miklar með mönnum um þingið og ótryggi-
legt alt af liendi Gizurar og Kolheins til Snorra.
Það var á Alþingi 1241 að Ormur Svínfellingur tók
handarverk þann, er leiddi hann til bana4).
1242. Ormur Bjarnarson býr til mál á hendur
Órækju Snorrasj'ni og Sturlu Þórðarsyni og fleirum
1) Þ. e. vorið eptir, að þeir Snorri og Þorleifur i öörðum
komu út, en þeir komu út 1239. Sbr. Sturl. I, 386.
2) Sturl. I, 387.
3) Sbr. Sturl. I, 388, sbr. II, 30.
4) Sturl. I, 389—390; II, 84.