Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 171
fram að siðaskiplum.
149
eða skynsömustu manna ráð eða samþykki.1) Þó að
konungi sé gert að skyldu, að leila ráða eða jafnvel
samþykkis beztu manna o. s. frv., er honum þó í sjálfs-
vald sett, hverir sé ráðgjafar hans, hverir þeir beztu
menn skuli vera. Má gera ráð fyrir, að það sé þeir menn,
er konungur sjálfur vill ráðgast við, þeir er hann hef-
ir tekið sér við liönd, en það eru vitanlega oftast ein-
hverir hirðmanna hans, og samkv. Hirðskrá 19 (Ngl.
II, 407) álti hann rétt á að leita þeirra ráða. En
konungur hefir enn ekkert fast afmarkað ráðuneyti,
svo að séð verði. Auðvitað höfðu norsku barónarn-
ir miklu meiri völd eftir dauða Magnúsar Hákonar-
sonar en áður, því að sonur hans, Eiríkur, var þá að
eins 12 ára (f. 1268). Réði þá konungsekkjan mestu
og barónarnir, en alt um það finnast engin skýr
lagaákvæði um ráðuneyli konungs fyrri en 1302, er
tilskipunin um ríkisstjórnina er sett, þegar konungur
er dáinn og lætur eptir sig ófullveðja son eða dótt-
ur.2) En þessi tilskipun segir aðeins fyrir um skip-
un og verksvið ríkisstjóranna, meðan konungur er
ófullveðja, en setur konungi engar reglúr annars um
ráðið. Hann hafði eftir sem áður jafnfrjálsar hend-
ur að lögum í því, til hverra liann vildi leita ráða
um stjórnarathafnir sínar. Það er jafnvel ekki sann-
að, að orðin »i>itrustn«, »beztu« menn« o. s. l’rv. tákni
eingöngu handgengna menn konungs. Nánara um
þetta atriði verður þó eklci sagt hér, heldur verður
það að bíða annars betra færis. Með tilsk. 17. júní
13083) nam Hákon liáleggur úr lögum jarla og lendra
manna tign, og um hans daga gætir ráðsins ekki