Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 104
82
ísland gagnvart öðrum ríkjum
komið undir útlenzka1), sýnir, að jafnvel á hans dög-
um töldu íslendingar sig ekki undir yfirráðum út-
lenzkra, því að það hafa þeir ekki kallað, þótt þeir
lytu konungi. Arngrímur lærði talar líka um, að ís-
lendingar hafi játast undir Noregskonung (Norvagus)2),
án þess þó, að orð hans hér að lútandi séu yfirleitt
glögg eða fyllilega samræm. þormóður Torfason
segir: »Islandia regi tandem subjicitur. Fædus Island-
orum cum rege factum« (o: »ísland gekk að lokum
á hönd konungi. Sáttmáli gerður við konunga3). Jón
prófastur Halldórsson kemst svo að orði í Biskupa-
sögum sínum: »All hingað til var liér á íslandi, svo
sem i öllum kongsins löndum Danmerkur og Noregs-
ríkjum« o. s. frv.4). Sýnist höf. setja Island hér við
hlið Danmerkur og Noregsríkja. Að minsta kosli
telur liann það ekki inn undir Noreg eða Danmörku.
Jón Þorkelsson Skálholtsreklor kemst og svo að orði
í riti sínu: Specimen Islandiæ non barbaræ5), sem
Gizur jarl hafi fengið Islendinga til að játa Noregs-
konungi hlýðni. I registrinu aftan við Kirkjusögu
Finns biskups stendur: »Conditiones, (|uihus Islandi
se imperio regis Norvegiæ subjecerunt« (o: »skilmálar
göngu Islands á liendur Noregskonungi«), — »Tota
demum Islandia regi Norvegiæ se subjecit« (»Gekk
loks alt ísland á hönd konungsins norska«)G), og
»Hallvardus Gullskór.................obtinuit, ut Is-
landia íieret Norvego tributaria« (o: . . . »Hallvarðr
Gullskór fékk því framgengt, að ísland yrði skatt-
skylt Noregskonungi«y). Jón Eiríksson og Jón Árna-
1) Safn til sögu íslands, I, 38. 2) Crymogæa, Hamborg 1610,
liber III, 207 (107), 208 (108). 3) Hist. Norv. V, 332. 5) Sögu-
félagsrit II, bls. 3B5. 5) Afskrift í Safni Jóns Sigurðssonar 333,
4jo. 6) Finni Johannæi Historia ecclesiastica IÝ, 382 og 406.
7) Hist. eccl. 1, 381.