Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 10
IV
Frá Hallgrími biskupi Sveinssjuii.
að minsta kosti fanst piltum þær ekki Hggja á lausu,
og engin líkindi þóttu til þess, að nokkur maður
næði þar ágœ/is-aðaleinkunn í prófi, meðan kennarar
væru liinir sömu, og jafn naumgæfir á einkunnir.
Það þótti því tíðindum sæta, er Hallgrímur Sveinsson
hlaul 1. ágætis-einkunn í burlfararprófi sínu frá hin-
um lærða skóla í Reykjavík vorið 1863 (testimonium
hans dags. 29. júni þ. á.). Þótti það afreksverk, og
varð liann frægur af, sem og maklegl var, því að
enginn hafði áður náð ágœ/is-aðaleinkunn í stúdents-
próíi frá skólanum, og enn liðu tveir tugir ára áður
en nokkur annar næði.
Samsumars sigldi Hallgrímur til háskólans í
Khöfn; tók næsta ár heimspekispróf með ágælis-
einkunn, og stundaði síðan guðfræðisnám. Embættis-
próf í guðtræði tók liann vorið 1870, — en fyrir ó-
happ í einni námsgrein hlaut hann að eins 2. eink-
unn hina betri. (Útskrifaður var liann af háskólan-
um 24. júní 1870). Næsta vetur var hann í Khöfn,
og gekk á verklegt námsskeið prestaefna (Pasloral-
seininarium). Þar iðkaði hann ræðusamning, pré-
dikun og barnaspurningar undir leiðbeinandi hand-
leiðslu dr. B. J. Fogs, prests við »Holmens«-kirkju,
og »Holmens«-prófasts. Hann þótti þá einna l'remstur
kennimaður Dana; síðar varð hann biskup í Árósum
og loks Sjálandsbiskup. Þessi kynni hans af Hall-
grimi urðu til þess, að hann fékk einkargott álit og
traust á hinum unga manni og liæfileikuin hans til
prestsskapar, og varð upp frá því föðurlegur trygða-
vinur hans.
Vorið 1871, 23. mai, fékk dómkirkjuprestur og
prófastur Ólafur Pálsson konungsveiting fyrir Melstað,
og losnaði Reykjavíkur prestakall. Hvatti þá B. J.
Fog prófastur kand. Hallgrím til að sækja um það,
og studdi umsókn lians með eindregnum meðmælum.
Hallgrímur hlaut brauðið; fékk fyrir því konungs-
veitingu 4. sept. s. á. Tólf dögum síðar kvongaðist
hann heitmey sinni Elínu Feveile yíir-herlæknis-
dóttur í Khöfn. Fog prófaslur gaf þau saman í
hjónaband 16. sept., enda var hann sóknarprestur
brúðarinnar og hafði staðfest liana. Létu hjónin