Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 133
frani að siðaskiptuni.
111
í öðrum heimildarritum frá lýðríkistímanum eru
fáar sagnir um það, hvernig löggjafarstarfið hali farið
l’ram. Reyndar segir Ari fróði’) að Skafti lögsögu-
maður (1004—1031) hafi sett fimtardómslögin og lög-
in um víglýsing. En það getur eigi verið rétt, að
Skafli hafi sett þessi lög, lieldur að þau liafi verið
sett með ráði hans, eptir tillögum lians eða því um
líkt, eins og t. d. tíundarlögin voru sett eptir tillög-
um Gizurar biskups o. fl.2), lögin 1117 um skrásetn-
ing laganna8) Iíristinréttur Þorláks og Ivetils biskupa
1123—11334) með ráði og forsjá nafngreindra manna
og margra annara höfðingja. Alveg sérstök eru lögin
um kristnitökuna árið 1000, þar sem heiðnir menn
og krjstnir tólui Þorgeir Ljósvetningagoða til gjörðar-
manns milli sinB), en það greinir ekki frá því, hvern-
ig sú samþvkt hafi til orðið, nema livað Njála segir,
að Þorgeir heimtaði svardaga af þeim og festu að
lialda þa u lög, er hann segði upp. Er það vist svo
oð skilja, sem goðar allir skyldi handsala honum
°g vinna eið að því, að halda gjörðardóm hans.
iioðarnir koma þá þarna fram sem formælendur og
mnboðsmenn þingmanna sinna. Þorgeiri hefir auð-
sjáanlega þótt meiri trygging í því, að taka eiða og
handsöl af hverjum einstökum goða, en þó að þeir
samþyktu sem lög í lögréttu að fela honum úrskurð
málsins, enda óvíst að lögréttan hafi oiðið skipuð,
Þar sem lieiðnir menn og kristnir höfðu rétt áður
sagst úr lögum livorir við aðra, enda þótt eigi sé ó-
hugsandi, að lögsögumaður hafi fengið menn til að
1) íslendingabók 8. k., sbr. ogNjálu97. k. 2) íslendingab.
• k., Bps. I, 28, 68. 3) íslendingabók, 10. k., Bps. I, 29.
Wrg. I a 36, II, 45—46, III, 41, Bps. I, 73. 5) íslendinga-
Dok, 7. k. Bps. I, 25, Njála, 105, k. o. fl.