Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 208
186
Konsúlar og erindrekar.
eptir, hvernig nágrannar vorir skipa þessum málum
og um kostnað þeirra við þau. Jeg vil því gefa að
eins lítið yfirlit ylir þetta og fara nokkrum orðum
um, hverjar skoðanir nú ríkja um nytsemd þessara
erindreka. Heyrst liafa raddir um það meðal smá-
þjóða, að ein tegund sendiboða væri orðin úrelt og
samsvaraði litt þörfum nútímans; en það eru sendi-
herrarnir. Þetta er æði mikilsvert mál, því að þeir
eru dýrastir. Jeg minnist þá stultlega á þetta fernt:
sendiherra, konsúla, verzlunarerindreka og verzlunar-
fræðismenn með ríkisstyrk. Einkum mun jeg skýra
frá skipun Dana á þessum málum, því að þau eru
einnig vor mál, og Norðmanna, því að Noregur er
að vissu leyti nýtt ríki.
Sendiherrar.
I’að er vafalaust, að jafnskjótt sem fleiri ríki
mynduðust og höfðu eittlivað saman að sælda, not-
uðu þau sendiboða til þess, að ílytja mál sín hvert
fyrir öðru. Vjer þekkjum t. d. Þórarinn Nefjólfsson,
sendimann Ólafs digra Haraldssonar, í fyrstu var
venjan sú, að sendiboðarnir hurfu heim aftur, þá er
þeir liöfðu lokið því erindi, sem þeim í það skiptið
var á hendur falið. Fastir sendiboðar, sem taka sjer
bólfestu í því landi, sem þeir eru sendir til, fóru
ekki að tíðkast fyrr en á seinni hluta miðalda.
Feneyjamenn höfðu slíka sendiboða í Austurlöndum,
vegna hinnar miklu verzlunar, er þeir ráku austur
þar. í lok 15. aldar tóku Vesturevrópuríki að nota
fasta sendiboða. En eptir 30 ára stríðið 1048 urðu
fastar sendisveitir (legation) fyrst almennar, og þá
má heita, að allar fullvalda þjóðir, er siðaðar voru
í Norðurálfu, hefðu fasta sendiboða hver lijá annari.
Nú á tímum er það talið eitt af höfuðeinkennum
fulivalda ríkis, að það hefur rjett til að hafa sendi-
lierra sína hjá öðrum ríkjum. Samkvæmt þjóðarjetti
nútímans lætur livert fullvalda ríki, er hefur mál að
reka eða samning að gera við annað ríki, sendiherra
sína annast þetta fyrir sína hönd. Þetta er höfuð-