Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 210
188
Konsúlar og erindrekar.
svo áreiðanleg, að á þeim megi byggja mikilvægar
ályktanir um hvað gerist í flóknum og merkilegum
málum utanlands. Sendiherra er aplur á móti innan-
handar að fá sannar fregnir frá beztu heimildum.
Hann liefur greiða göngu til allra þeirra manna í
hans dvalarlandi, er rnest mega sín og mestir eru
fyrir sjer meðal stjórnmálamanna. Að vísu má í stað
fastra sendiboða senda skyndiboða og trúnaðarmenn,
en þeim getur aldrei orðið jafnmikið ágengt og vön-
um, þrautreyndum mönnum, sem kunnugir eru orðnir
við dvöl sina á staðnum mönnum og málefnum.
Það eru mörg mál, sem valdið geta ágreiningi, en
snurða getur ætíð komið á vináttuna og hlotist illt
af, nema valinn og góðkunnur maður sje við hend-
ina og miðli málum. Sendiherrar hafa og margar
skyldur að inna af hendi, sem miðlar vináttu og
kurteisi, er ein þjóð sýnir annari. Það getur komið
sjer illa fyrir eina þjóð, ef hún brýtur í bága við þá
kurteisi, sem æfagömul venja hefur tamið þjóðunum
að sýna hver annari, rjett eins og það er engum
heigli hent að lcasta fyrir borð allri kurteisi í um-
gengni við aðra menn. Það gæti því opl borið
nauðsyn til, að senda aukaerindreka í þessum erind-
um, ef ekki væru fastir sendiherrar.
Jeg hefi farið þessum fáu orðum um þelta lil
þess að sýna ástæðurnar fyrir því, að jafnvel smá-
ríki halda sem fastast í þessa sendiboða. En síðar
mun jeg gefa dálítið sýnishorn af því, að það er ekki
smálítið fje, sem þessar sendisveitir þurfa, þegar þess
er einnig gætt, að auðmenn einir eru til þessa starls
vahlir, og launin miðuð við það, að þeir leggi sjálíir
fram drjúgan skerf af eignartekjum sínum, sjer til
viðurhalds. Það er og títt, að aðstoðarmenn við
þessar erindrekasveitir eru gersamlega ólaunaðir, því
að þeir dveljast þar sjer til læringar og annars frama.
Konsúlar.
Þá má greina í tvo ilokka: sendikonsúla, sem
eru launaðir embættismenn, sendir að heiman og
hafa konsúlstörfm fyrir atvinnu, og vallconsúla, sem