Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 115
fram að siðaskiptum.
93
varð sú sætt þeirra Órækju, að biskup skyldi gera
um málin1). Samt varð ekki af þeirri gjörð, því að
Kolbeinn ungi var síðar tekinn til gjörðarmanns.
Þótt sú gjörð væri að vísu ranglát í garð Orækju,
þá gerði bann þó svo mikil fégjöld eftir Snorra, að
enginn maður liefir áður verið dýrra bættur á ís-
landi, og Órækju dæmdi hann arfinn Snorra2). Má
af því marka, að skoðun llestra íslendinga hefir þá
verið sú, að Snorri liafi ekki fallið óheilagur og að
konungur ætti ekki tilkall til fjár hans. Er ekki sagt,
að konúngur hafi þá slíkt tilkall haíið, en þó virðist svo,
sem Gizur liafi ætlað sér eða konungi féð. Gizur
sveik Órækju og rak liann ulan rétt áður en Kol-
beinn kvað upp gjörð sína8). Varð Órækja að visu
að bæla skakka, er á varð, með hálfum Bessastöð-
um og hálfu Reykjaholti og goðorðum Snorra, en
helming J)ess fékk Ormur Bjarnarson í bætur eftir
Klæng bróður sinn, er Órækja hafði lálið taka af
Þfi veturinn 1241 í liefnd eftir föður sinn, en Gizur
fielminginn fyrir aðför við liann. Kemur ekki fram,
uð konungur liafi þá fengið nokkurn hlut af arfi Snorra.
1242 fór Gizur Þorvaldsson utan, en Kolbeinn
llngi varð þá mestur höfðingi í landi. Hann liafði
uiidir sér Norðlendingafjórðung, eða mestan hluta
lians, mikið af Vestíirðingafjórðungi, því að hann
lél fiesta beztu bændur þar sverja sér trúnaðareiða,
°g forsjá með ríki Gizurar í Sunnlendingafjórðungi4).
^ania sumar lcom út Þórður Kakali Siglivatsson.
Hefir þar verið köhl aðkoma, þar sem fallnir voru
iaðir haiis, 4 bræður og Snorri föðurbróðir hans,
rueðan hann var utan. Hafði hann þá engin
1) Sturl I, 397, 398, 402. 2) Sturl. I, 407-408. 3) Sturl.
1 4°6-407. 4) Sturl. II, 1-3.