Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 143
fram að siðaskiptum.
121
við konung fyrir víg Þorgils skarða, hirðmanns hans,
siðan 12581). Hefir hann farið utan vorið 1264, og
þá eílausl unnið Magnúsi konungi eiða. Sumarið
1264 sór Ormur Ormsson Svínfellingur loks konungi
trúnað2), og var þá alt landið undir konung komið.
Ekki er getið um eiðatöku af bændum, Rangæingum
eða Austfirðingum. Er annaðhvort, að heimildar-
rilin eru svo stuttorð, að þau geta þess ekki, eða
slík eiðataka hefir þótt óþörf, þar sem nú voru allii
formenn landsins heitbundnir konungi.
Máldagahréfið, sem samþykt var 1262, varð fyrst
að lögum bindandi fyrir landið 1264, því að þess
konar valda-afsal var bundið því skilyrði, að allir
formenn landsins samþyktu það fyrir sitt leyti. Er
hér auðvilað að eins átt við þau heit þess, er snerta
lilveru lýðríkisins. Að öðrum kosti varð lýðríkinu
ekki slitið fonnlega löglega. Hitt er annað mál, að
það mátti ganga að því vísu, að þeir, sem eftir væri
1262, hlyti að koma á eftir. Þeir sáu, að það mundi
reynast þeim sjálfum bezt, því að þeir hefði aldrei
haft bolmagn til að stúndast gegn konungsvaldinu
ór því, sem komið var. Þetta máldagabréf hefir verið
kallað Gamli sáttmáli. Skildagar þeir, sem í honum
voru settir, eru þessir:
A: Til handa konungi a/ hálfn íslendinga:
1- Þeir heita lionum æfinlegum skatti.
2. Sverja honum land og þegna (a: heita honum
trú og liollustu).
B: Til handa Islendingum af hálfu konnngs:
1- Hann lofar þeim að láta þá ná l'riði og islenzk-
um lögum.
1) Konungsannáll ár 1263. 2) Fms, X, 157. Annálar við
ai' 1263 og 1264.