Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 216
194
Konsúlar og erindrekar.
eru 430 valkonsúlar, en hinir konsúlar, eða hafa
titil sem yfirkonsúlar. Útgjöld til þeirra allra eru
þó ekki meiri en rúmar 100,000 Kr.
Norðmenn ’brúka rúm 300 þús. kr. til sendi-
konsúla. Nokkrir af aðalkonsúlum Norðmanna hafa
tilla sem sendiherrar, án þess að launum þeirra sje
að nokkru breytt. Þessa venju hafa og Belgir og
Hollendingar. Þetta þykir borga sig, því að þótt
þeir í rauninni sjeu konsúlar, njóta þeir virðinga
sem pólitískir sendiboðar. Belgir brúka rúmar 2
milj. til erindarekstur í útlöndum og Hollendingar á
2. milj. og Svíar líka. Sendikonsúla liafa Hollend-
ingar nær eingöngu í öðrum . heimsálfum. Það her
til þess, að þeir vita, að þeir í margar aldir liafa
haft orð á sjer sem verzlunarþjóð og geta því ávalt
fengið dugandismenn, sem vilja takast á hendur, að
vera valkonsúlar þeirra hjer í álfu. Eþtir sambaúds-
slitin lögðu Svíar niður nokkur sendikonsúlaemhætli,
t. d. í Barcelona, Bilbao og Genova. En Norðmenn
hafa auðvitað á þessum stöðum öllum sendikonsúla.
Eins og að framan má sjá hafa Danir engan
sendikonsúl á Ítalíu, en það er gert ráð fyrir því, að
senda ef til vill seinna vara-sendikonsúl til Madrid.
Danir hafa heldur engan sendiherra í þessum lönd-
um, en Róin er lögð undir Wien og Madrid undir
París. Þessir sendiboðar skreppa suður við og við
og dveljast þar lítinn tíma Störfin á Spáni annast
norskur maður, sem er danskur valkonsúll á staðnum.
Sá hinn sami er og embættismaður við sendisveitina
norsku og hefur aðallaun sín þaðan. Sem fulltrúi
danska sendiherrans hefur hann þannig yfirumsjón
með dönskum valkonsúlum þar í landi.
F. isl. K. fór þess á leit, að hafðir væri laun-
aðir sendikonsúlar í Barcelona, Bilhao og Genova.
En ekki þótli ráðlegt, að sinna því, þar sem það
hefði mikinn kostnað í för með sjer, en verzlunar-
viðskipti Danmerkur við þessa staði væru lítil. —
Að vísu væri höfuðmarkaður fyrir ísl. fisk á Ítalíu
og Spáni, en þegar taka yrði tillit lil ríkisins í heild
sinni, væri sú skipun, er verið liefði hagkvæmust, en