Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 12
VI
Frá Hallgrími biskupi Sveinssyni.
létt var honum um tal; orðfærið lipurt, málið áferðar-
fagurt, rómurinn skær og þ>rður, og orðræða öll vottur
um sannmentaðan mann.
Góðar þótlu Reykjavíkursöfnuði þegar fyrstu
prédikanir Hallgríms, og einkar vel gazt mönnum
að allri háttsemi hans í skrúða. Gengu menn ekki
í tvær sveitir um það, að hann yrði kostaprestur í
kirkjunni, — og varð almenn og eindregin ánægja í
söfnuðinum með nýja dómkirkjuprestinn. Var ég þá
á prestaskólanum, og man þetla glögt. Fyrir altari
var hann skörulegur og tónaði snjalt, í prédikunar-
stól var hann málsnjall og orðsnjall. Framburður
hans var skýr, og var hvorttveggja í senn snjall og
þýður, en helzti jafn og tilbreytingalítill. í prédik-
unum lians kvað meira að góðri niðurskipun efnis,
skýrum og rökréttum hugsunum, og ljósri og lipurri
framsetning, en hi'ifning og hita; enda var honum
óefað meðskapað rneira hugsunarríld en tilíinninga.
Bezt þótti honum takast er mest kendi hita og til-
finninga í í'æðunx hans. Jafnfær prédikaii var hann
á danska tungu sem íslenzka. Konx það sér vel
meðan danskar messur voru fyrirskipaðar í dóm-
kirkjunni. — Öll framganga hans og háttsemi í skrúða
og í hempu var hin virðulegasta og prýðilegasta, svo
og öll atliöfn hans við sérhvert prestsverk; að þessu
leyti öllu var hann fullkominn fyrirmyndarprestur.
Eins var háttsemi lians öll utan kirkju virðuleg
og prestsleg. í öllu var hanxx háttprúðasti maður;
viðmótsþýður við livern mann og viðræðugóður.
Skemtilegur var liann í viðræðu og þægilega gaman-
samur, fróðlegur og mentaudi. Eigi að síður var
hann alvörugefinn maður, siðavandur og vandlætinga-
samur með fullri einurð og alvöru, er honum þótti
ástæða til þess, en jafnan vandlætti hanxx með still-
ing, hógværð og mildi.
Prestsembætti sitt í’ækti hann með mikilli alxið
og skylduiækt. Mörg voru embættisverkin innan hans
víðtæka verkahrings, — og heildarstaríið mikið —,
og vai’la mun nokkur embættismaður landsins liafa
verið svo hlaðinn önnum sem hann var meðan hann
var dómkirkjupiestui'. Ræður lxafði hann að ixndir-