Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 202
180
ísland gagnvart öðrum rikjum
og annara ríkja hafi haft, að því er ísland snerti.
Herrétturinn var þá varla orðinn til, né ákvæði um
lilutleysi (Nevtralitet). Slíkur ófriður hefði aðallega
lilotið að koma niður á verzluninni. I5að eitt verður
sagt, að í Gamla sáttmála og síðari þektum sáttmál-
um og í lögbókunum eru engar reglur um þessa hlið
málsins. Af því verður einungis ein áljdttun leidd, og
hún er sú, að ófriður milli sambandsríkja Islands og
annara ríkja hafi verið Islandi óviðkomandi.
E. Utanrikismál. Á meðan lýðríkið stóð, átli
ísland sér lilla utanríkissögu. Helzt má nefna skifti
alþingis við Ólaf konung helga um 1020—24, og
svo við Hákon gamla 1260, er liann sendi hoð til
alþingis um það, að ísland jálaði honum skalli. Um
síðara atriðið er þess að geta, eins og um samning-
ana 1262—1264, að þau skifti voru við erlendan þjóð-
höfðingja persónulega að mestu, nema hvað sum at-
riði í sátlmálunum snertu líka Noreg, t. d. um land-
aurana og réttinn, og koin konungur þar fram sem
umboðsmaður Noregs. Um utanrikismál íslands tala
lögbækurnar fátt. Nefna má þó ákvæðið um fram-
færslu frilluborinna barnómaga manna úr Noregs-
konungs veldi í Jónsbók, Kvg. 28, sem er um milli-
ríkjamál, því að þar skuldbindur konungur þegna
sína i Noregskonungsveldi ahnent lil þess að greiða
fúlgu til íslands. Ákvæði sáttmálanna um réttinn,
landaurana og erfðirnar féllu síðar brott, eins og áð-
ur er sagt, að mestu leyli. Hér er spurningin um
það, hver hafi verið í fyrirsvari fyrir landið út á við.
Aðalskifti íslands og annara landa voru út af verzlun
og fiskiveiðum. Eins og kunnugt er, þóttisl konung-
ur snemma eiga að ráða því, hverir verzluðu hér eða