Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 162
140
ísland gagnvart öðrum rikjum
með sama ákvæðinu, þá hafa menn á sama hátt
haft þau erfðalög bak við eyrað. sem giltu þá í Nor-
egi. Þrátt fyrir það áttu þeir rétt á að neita konungs-
liyllingu, hvenær sem var, ef ekki var fullnægt við
þá skilyrðum sáttmálanna. Enda kemur það heim
við framkomu þeirra stundum síðar. Þeir hyltu
jafnan sérstaklega konungana, og er víst, að þeir
liafa talið sig eiga rétt á að neita konungshyllingu.
Að þeir t. d. hylla Hákon hálegg fyrst 13021), hefir
komið af því, að þeir hafa neitað að hylla hann fyr,
því að til valda kom hann 1299. Og um Magnús
smekk er sama að segja. Vera má þó, að orsökin
liafi verið vanefndir á skilmálum sáttmálanna. Er
það annað aðalatriðið í þessu máli, því að að lögum
voru íslendingar lausir, ef sáttmálarnir, er þeir gerðu
við konungana.voru vanefndir af hálfukonungdómsins.
Þótt slík uppsagnarákvæði væri sett i samskonar samn-
inga annars staðar, þá sést ekki, hverju máli það
skiftir hér. Ákvæðið um uppsögn, ef samningurinn
verður rofinn af konungs hálfu, er nógu ljóst. Hitt
er annað mál, að annan aðiljann skortir afl til að neyta
þess, ef í liart fer. Hitt er engin átylla til að halda,
að íslendingum haíi með því verið að eins veittur
réttur til uppreisnar gegn konungi að órannsökuðu
máli. Og eftir að málið var rannsakað, þá var upp-
sögnin lögleg, ef vanefndir dæmdust, og því ekki um
neina uppreisn að ræða. Samningurinn er að eins
upphafinn, þegar skilyrðin fyrir áframlialdi lians eru
dæmd brott fallin, og eru það lögleg samningsslit. Alt
það, sem Berlin2) segir um þetta, er því í lausu lofli
bygt. Sami höfundur ræður og mikið af því, að
1) ísl. annálar 1302. 2) Isl. statsretl. Stilling I, 90—91.