Andvari - 01.01.1910, Side 163
fram aö siðaskipturm
141
konungur kallar sig hvorki í Gamla sáttmála né
annars staðar konung íslands. Þess var þó ekki að
vænta, að hann væri þar íslands konungur kallaður,
því að það hefði verið rangt, af því að hann var
ekki orðinn það fyrri en sáttmálinn var samþyktur af
öllum formönnum á íslandi. Og að konungur tekur
ísland ekki upp í heiti sitt, getur vel komið af því,
að Noregur var helzta landið, sem hann réð yfir, að
stærð og mannfjölda, enda æfagömul málvenja að
kenna hann við Noreg einn saman, þótt hann réði
yfir fleiri löndum. Ekki sést heldur, að íslendingar
haíi kraíist þess, að ísland væri tekið í heiti kon-
ungs. Sjálfir kalla þeir hann jafnan Noregskonung.
Það verður ekkert af þessu ráðið um réttarstöðu
landsins gagnvart Noregi eða konungi. Og þótt kon-
ungur hefði tekið ísland með í heiti sitt, væri líka
jafn fráleitt að ráða nokkuð af því um réttarstöðu
landsins. Það er alls eigi rétt, að menn haíi verið
svo nákvæmir í titlatogi um þær mundir. Hákon
Magnússon nefnir sig t. d. oft Noregs hertoga, þótt
vitanlegt sé, að hann var alls eigi hertogi yfir öllum
Noregi, svo að lieitið var fremur villandi en hitt, og
sýndi því lítið, hvert ríki hans var.1) Konungar í
Noregi hafa um þetta leyti ekkert fast heili. Þeir
kalla sig »Noregskonunga«, konunga yfir »Noregs-
riki« eða »Noregsveldi« o.s.frv., og tákna þessi heiti ekki
alveg hið sama, því að Noregur og Noregsveldi er
ekki hið sama. Og aftur á móti er ekki sagt, að
eitl land sé sjálfstætt ríki, þótt konungur hafi það í
heiti sínu. Magnús smekkur kallaðist t. d. »Noregs,
Svía og Gautakonungur«2) og síðar »Noregs, Svía og