Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 20
XIV Frá Hallgrimi biskupi Sveinssyni.
væga og umfangsmikla starf hans biblíuþýðingunni
A'iðvikjandi.
Biblíuþýðingin var Hallgrími biskupi frá upphaíi
mikið áhugamál, og má geta nærri, að ekki dró
það úr áhuga hans á málinu, að forusla þess féll í
hans hluta, svo að hann um fram aðra menn hlaut
að hafa af þvi veg og vanda. — Þótti honurn málinu
því að eins svo dugað sem skyldi, að gerð yrði sjálf-
stæð íslenzk þýðing af öllum ritum biblíunnar beint
úr frummálunum, — þýðing svo vísindalega nákvæm
og rétt, trú og trúverðug, sem nokkur kostur væri
á, — en jafnframt klædd íslenzkum búningi, sem
fegurstum og hreinustum að máli og orðfæri. —
Ekki gekk biskup dulinn þess, að slík þýðing væri
mikið verk og vandaverk, og að fyrirtækið stæði
örðuglega af sér, þar sem til framkvæmdanna væri
vant bæði starfskrafta til G.-testamentis-þýðingarinnar
og starfsfjár. — Alt um það, réð hann af, að keppa
að þessu marki, og engu lægra;—og var honum full-
ljóst, að með því var ráðist í stórkostlegt vísindalegt
bókmentastarf.
Að því er til þýðingar N.-testamentisins kom,
átti íslenzka kirkjan guðfræðinga staríinu vaxna;
aftur á móti var þýðing G.-testamentisins úr þess
hebreska texta vorum lærðustu guðfræðingum ofur-
etli án sérstaks vísindalegs hebreskunáms og iðkunar
G.ts.vísinda. Til þess þurfti að útvega vísindalega
mentaðan ungan guðfræðing, valinn lærdómsmann,
er á tiltölulega skömmum tíma gæli aflað sér góðrar
þekkingar á liebresku og G.ts.fræðum, væri þar að
auki snildannaður á íslenzka lungu, og yíirleitt sá
maður, er treystandi væri til, að inna hið mikla
vandaverk afburðavel af hendi.
Hvorttveggja tókst biskupi að útvega, — og svo
var hann heppinn í valinu á manni þeim, er lyfta
átti grettistaki hebreskunnar, — sem raun er á orðin.
Meginið af starfsfénu til biblíu-þýðingarinnar og
útgáfu hennar varð biskup að útvega lijá brezka og
eilenda biblíufélaginu, og standa út af því í stöðug-
um bréfaskiftum við það. Jafnframt sat liann í
yfirlitsnefndum testamentanna beggja og yfirfór þar