Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 186
164
ísland gagnvart öðrum ríkjum
þá getur manni þó varla blandast hugur um, að í
Jónsbók sé á þessum stað átt. við islenzka menn.
Orðið »höfðingi« var líka vel þekt orð í íslenzku
máli bæði fyrr og síðar. Hvað norska ráðið hefir
ætlað að leggja í oft nefnd orð, skal hér ekki sagt.
Þar á móti er ekki vafasamt, hvernig íslendingar
hafa þá skilið þau, samkvæmt sinni alþektu mál-
venju. Þeir vissu þá, livað þau þýddu á íslenzka
tungu. Það var engin ástæða fyrir þá til að leita
skýringar á þeim í norsk rit. B. M. Ólsen1) er heldur
ekki frá því, að Islendingar kunni að hafa skilið þau
eins og hér er haldið fram, að eigi að skilja þau, en
engu að síður fullyrðir hann, að bersýnilega sé átt við
ráðið norska. Það verður þó samkvæmt öllu, sem
fram er tekið, að halda því fast fram, að í Jónsbók
sé alls engin heimild fyrir norska ráðið, eða síðar
rikisráðið, til þess að hlutast til um sijórn Islands.
Annað atriði er það, að hve miklu leyti ráðið
hafi skift sér af málum íslands. Hér verður íljótl
yfir sögu að fara, enda fæst væntanlega bráðlega færi
á að athuga alt þetta mál rækilegar en hér er unt
að gera. Konungur sendi oft hingað til lands ein-
staka gæðinga sína: Sigurð silkiauga, ívar Englason,
Þoralda hvíta, ívar Arnljótarson, Pál línseymu og
Hallvarð, fyrir 1262, Eindriða böggul, Loðinn lepp,
Ólaf Ragnheiðarson o. in. II., en það skiftir hér ekki
máli. Enn fremur gengur ráðið í konungsstað 1280 og
1319ogoftar, þegar ófullveðja konungur kernur lil ríkis.
IJótt íslendingar semdi þá við ráðið, þá var það ekki
nema sjálfsagt, þar sem það er nauðsynlegur um-
boðsmaður konungs. Frá 1283 er til brot af bréfi,
1) Upphaf II, 69—70, 71-72.